BÓK Á LEIÐINNI: Brýrnar yfir Eyjafjarðará

Væntanleg er frá undirrituðum bókin BRÝRNAR YFIR EYJAFJARÐARÁ.

 

Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefniBrýrnar yfir Eyjafjarðará_sýnishorn_forsíðað brýr sem spanna fljótið Eyjafjarðará. Er ánni Eyjafjarðará fylgt eftir, nokkurn veginn frá upptökum til ósa, milli brúa og hver kafli miðast við eina brú. Hver brú fær 2-3 bls þar sem birtast myndir af brúnum og þeirra nánasta umhverfi. Ekki er þannig um að ræða ítarlega, sögulega umfjöllun eða nákvæmar lýsingar á byggingargerð brúnna heldur fyrst og fremst svipmyndir af brúnum og þeirra nánasta umhverfi, nokkurs konar "ör-byggðalýsing" af Eyjafirði sem hverfist fyrst og fremst um Eyjafjarðará og brýrnar yfir hana. Þá er rétt að nefna, að umfjöllunin miðast við fyrst og fremst við þær brýr sem liggja yfir ána á því herrans ári 2023.

Í þessum skrifuðu orðum er bókin í prentun. Um er að ræða lítið rit  með myndum og smáræðis fróðleiksmolum sem ég hef tekið saman um brýrnar sem spanna Eyjafjarðará (auk þess fá tvær aðrar brýr að "fljóta með"). Á þessu hausti eru liðin 100 ár frá því að Eyjafjarðará var brúuð með brúnum þremur yfir hólmana og tvær aðrar brýr fremra eiga níræðisafmæli í ár, svo það er ærið tilefni til þessarar útgáfu nú.

Um árabil hef ég, eins og lesendur þessarar síðu vita, ljósmyndað hús og tekið saman um þau söguágrip, en einhvern tíma hugkvæmdist mér að ljósmynda eina af gömlu brúnum á Þverbrautinni svokölluðu. Síðar meir tók ég myndir af fleiri brúm og í hjóltúr þann 29. ágúst 2020 ákvað ég, að ná ljósmyndum af öllum brúnum sem ég átti eftir. Átti ég þannig myndir af öllum brúnum yfir ána. Þá kom upp þessi hugmynd, að taka þær saman í lítið rit. Afrakstur þessa "brúaleiðangurs" birtist skömmu síðar á þessari síðu

Leið og beið, og á næstu misserum dundaði ég mér við að setja saman myndir og texta, þannig að úr yrði bók. (Í og með var tilgangurinn einnig sá, að æfa mig í að setja húsaskrif þessarar síðu upp á sama hátt). En ég kunni ekkert að gefa út bækur, svo handritið lá bara óhreyft í tölvunni. Í ágúst 2022 fékk ég símtal frá Kristínu Aðalsteinsdóttur, sem bauð mér til samstarfs við gerð bókarinnar, sem fékk heitið Oddeyri Saga hús og fólk (og er til sölu í Eymundsson og hjá okkur höfundum, svo það komi fram). Það farsæla og gifturíka samstarf leiddi mér fyrir sjónir, að bókaskrif og útgáfa væri bara merkilegt nokk, yfirstíganlegt verkefni. Og upplagt væri, að rit um brýrnar yfir Eyjafjarðará kæmi út árið 2023 en í ár eru liðin 100 ár frá því að brýrnar yfir óshólmana, Þverbrautin voru teknar í notkun! 

 

 

Auk brúnna yfir Eyjafjarðará fá tvær aðrar brýr í Eyjafirði nokkurs konar heiðursess í bókinni í viðauka. Bókin verður 57 bls. kilja í A5 broti, verð er ekki ákveðið en það sem ég er með í huga er eitthvað um 3000 eða 3500 (endanlegt verð verður gefið upp þegar bókin kemur úr prentun). ðŸ“š🤓🌉 

 

Hægt er að panta eintak af Brúnum yfir Eyjafjarðará á netfanginu hallmundsson@gmail.com eða í síma 864-8417. Einnig er hægt að panta eintak af Oddeyri Saga hús og fólk.  

Hér eru nokkur sýnishorn af bókinni en athugið, að þetta er óyfirlesnu handriti svo einhverjar setningar gætu orðið öðruvísi í endanlegri útgáfu...(ATH. Það þarf að smella á myndirnar, til þess að sjá þær í betri upplausn). Brýrnar yfir Eyjafjarðará_sýnishorn_bls10

Brýrnar yfir Eyjafjarðará_sýnishorn_bls31Brýrnar yfir Eyjafjarðará_sýnishorn_bls27Brýrnar yfir Eyjafjarðará_sýnishorn_bls18

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sjálfsögðu fer þetta rit ekki varhluta af áhuga höfundar á gömlum húsum! 

Brýrnar yfir Eyjafjarðará_sýnishorn_Kaupangur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 77
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 373
  • Frá upphafi: 420394

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 276
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband