Húsaannáll 2023

Kannski má segja, að ákveðin kúvending hafi orðið í umfjöllunum mínum um söguágrip eldri húsa á Akureyri og nágrenni á árinu 2022. Sá sem skoðar þessa vefsíðu aftur að árdögum sér væntanlega, að ólíku er saman að jafna, hvort um ræðir pistla, skrifaða árin 2009 eða ´10 eða árin 2021-22. Kemur þar ýmislegt til. Ég hafði löngum lofað sjálfum mér því, að ef ég væri búinn að fjalla um hús hér, þá væri ég búinn að því. Það yrði óvinnandi vegur, að ætla að endurrita pistla um húsin eða uppfæra hina eldri. En að því kom, að ég gat ekki setið á mér lengur hvað þetta varðaði. Ég var nokkuð spurður að því, hvort ég væri búinn að taka fyrir hin og þessi hús, sem var yfirleitt tilfellið. Hins vegar þóttu mér þau skrif næsta hjákátleg, í samanburði við þau sem hafa tíðkast hér sl. 4-5 ár, svo mér fannst varla hægt að benda á þau. Ekki það, að ég skammist mín fyrir þessar fyrri umfjallanir en þær mega heita börn síns tíma. Þá hefur mér, eins og gefur að skilja, áskotnast hinar ýmsu heimildir til viðbótar á þessum 10-13 árum, stundum leiðréttingar á einhverju sem var rangt, auk margs sem mig langar að koma á framfæri. Þá var og mikil hvatning til þessara endurskrifa, að ég fór í samstarf við akureyri.net og þar birtast flestir þeirra nýju pistla, sem ég birti hér.  Þar hef ég og fengið góðar viðtökur og það eru þær, sem og vitneskjan um það, að fjöldi fólks hefur að þessum skrifum mínum gagn og gaman sem ævinlega hvetja mig áfram í þessari vegferð. 

Þessi formáli fylgdi Húsaannál 2022 í fyrra og á einnig við fyrir árið 2023. En á liðnu ári hélt ég þessari vegferð áfram, tók fyrir eldri hús bæjarins í lengra og ítarlegra máli. Það krefst meiri heimildavinnu og yfirlegu og fyrir vikið urðu pistlarnir færri, stundum aðeins 2-3 í hverjum mánuði. Ég er eiginlega kominn aftur í það skipulag, eða skipulagsleysi, sem einkenndi þessa umfjöllun fyrstu árin, að taka húsin fyrir nokkurn veginn tilviljunarkennt, svo stundum er einnig dálítill tími í umhugsun, hvað verður næst. Í sumar ákvað ég svo, að "senda Hús dagsins í sveit" og frá maílokum til septemberbyrjunar voru gömul hús í Eyjafjarðarsveit til umfjöllunar. Það er nefnilega ekki aðeins innan þéttbýlismarka Akureyrar, sem finna má gömul og áhugaverð hús. Næsta sumar hyggst ég endurtaka þennan leik og fara þá e.t.v í fleiri áttir en "frameftir". Í Hörgársveit leynist til dæmis hús, sem á 200 ára afmæli í ár! Það verður "Hús dagsins" 25. júní nk. en þá verða einnig liðin 15 ár síðan þessi vegferð hófst. Þessi umfjöllun um Eyjafjarðarsveitarhúsin var ekki ákveðin fyrirfram heldur kom raunar til af því, að í kjölfar umfjöllunar um Grundarkirkju þótti mér einsýnt að fjalla um íbúðarhús staðarins frá upphafi 20. og lokum 19. aldar. Og þá, eins og svo oft á áður á þessum vettvangi leiddi einfaldlega eitt af öðru. Og á aðventunni tók ég fyrir  kirkjur Eyjafjarðarsveitar, eina á hverjum sunnudegi, en þær eru alls sex að tölu. Pistill um þá sjöttu birtist svo á morgun, á þrettándanum. 

Hér eru "Hús dagsins" á árinu 2023: 

JANúAR

5. janúar Hríseyjargata 1; Steinöld (1903)

19. janúar Lundur (1925)

FEBRÚAR

2. febrúar Ós; Skólahús Glerárþorps í Sandgerðisbót (1908)

14. febrúar Gránufélagsgata 39-41; Sambyggingin (1929)

24. febrúar Strandgata 17 (1886)

MARS

10. mars Lundargata 6 (1897)

20. mars Fróðasund 10a (1877)

30. mars Grundargata 6 (1903)

APRÍL

7. apríl Strandgata 35 (1888)

21. apríl Lundeyri í Glerárþorpi (1946, rifið 2023)

30. apríl Hafnarstræti 88; Gamli bankinn (1900)

MAÍ

11. maí Hafnarstræti 86; Verslunin Eyjafjörður (1903)

28. maí Grundarkirkja (1905)

JÚNÍ

9. júní Grund II (1893)

17. júní Grund I (1910)

28. júní Möðrufell (1920)

JÚLÍ

7. júlí Saurbær (1927)

19. júlí Kaupangur (1920)

ÁGÚST

3. ágúst Leifsstaðir (1928)

19. ágúst Hvassafell (1926)

SEPTEMBER

9. september Litli-Hvammur (1916)

27. september Gamla Gróðrarstöðin á Krókeyri (1906)

OKTóBER

13. október Ránargata 13 (áður Hafnarstræti 107) (1897)

27. október Grundargata 3 (1885)

NÓVEMBER

15. nóvember Brekkugata 3 (1903)

DESEMBER

3. desember Saurbæjarkirkja (1858)

10. desember Hólakirkja (1853)

17. desember Möðruvallakirkja (1848)

24. desember Kaupangskirkja (1922)  

Alls voru "Hús dagsins" 28 að tölu á árinu 2023, 16 hús á Akureyri og 12 í Eyjafjarðarsveit. Tæplega öld skilur að yngsta húsið, Lundeyri, og það elsta, Möðruvallakirkju en fyrrnefnda húsið var reyndar rifið sl. vor, "Hús dagsins" greinin því einhvers konar minningargrein. Meðaltal byggingarára er 1902 og meðalaldur "Húsa dagsins" á árinu 2023 því 121 ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 440782

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband