Hús dagsins: Nokkur eldri steinsteypuhús

Eins og síðast eru hús dagsins fleiri en eitt, en í dag eru það þrjú af elstu steinsteypuhúsum Akureyrar. Steypan sem byggingarefni fór að ryðja sér til rúms upp úr 1910, á Akureyri og raunar á landinu öllu. Á sama tíma var einnig farið að klæða timburhús með bárujárni eða öðru járni og mun ástæðan hafa verið m.a. eldvarnir. Tvær byggingargerðir voru lang algengastar í timburhúsum og á fyrstu árum og áratugum steinsteypunnar voru þessi byggingarlög "yfirfærð" á steinhúsin. P4190054

Brekkugata 12sem er hér til hliðar var reist 1917. Húsið er einlyft með háu risi og stórum miðjukvisti og stendur á háum kjallara sem sést reyndar ekki á framhliðinni þ.s. húsið stendur í brekku. Húsið ber greinilega svipmót timburhúsa á borð við t.d. Túlíníusarhús (færsla 3.7.) og fleiri húsa og er þetta mjög algeng gerð steinhúsa frá þessu tímabili. í þessu húsi var lengi vel Slökkvistöð Akureyrar og er húsið stundum kallað Gamla Slökkvistöðin.

P4190053Oddeyrargata 6, hér til hliðar, er byggð 1916. Greinilega má sjá svip með því húsi og annarri algengri gerð timburhúsa, þ.e. tvær hæðir og lágt ris. Húsið líkist þannig húsunum við Hafnarstræti 29-41 (sjá þarsíðustu færslu, 9.7.) og var mér einhvern tíma í sögugöngu um þetta hverfi sagt að þau hús væru n.v. fyrirmyndin að þessu húsi og einnig næsta húsi nr. 8 (byggt 1919 ). Sennilega sést það ekki á þessari mynd en undir þakskegginu á þessu húsi má sjá útskornar sperrutær, sem var eitt af einkennum norsku Sveitser húsanna ( sjá nánar færslu 3.7. ). Oddeyrargata 6 hefur sennilega  verið parhús frá upphafi en það skiptist í a og b hluta.

P4190045Grundargata 7, hér til hliðar, er reist 1920. Þarna má sjá einstakan stíl, ekki aðeins fyrir steinhús heldur er húsið afar sérstakt að lögun. Er það byggt sem tvær álmur, önnur mun breiðari en hin sem snýr að Gránufélagsgötu ( þaðan sem myndin er tekin ) er lengri en breiddin og stendur út af. Þannig myndar grunnflötur hússins einskonar "L". Á suðurgafli er eldvarnarveggur, sem getur bent til þess að byggja hafi átt við það samskonar hús. Steinhús héldu almennt "timburhúsalaginu" fram yfir 1920 en upp úr 1930 fóru að koma fram sérstakar byggingarstefnur í steinhúsum á borð við t.d. fúnkís. Grundargata 7 er stundum kallað Ólafsfjarðarmúli vegna sérstakrar lögunar. Myndirnar í þessari færslu eru allar teknar 19. apríl 2008.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband