28.7.2009 | 14:00
Hús dagsins: Gránufélagshúsin, Strandgata 49
Strandgata 49 mun vera elsta hús sem enn stendur á Oddeyri. En miðað er við að byggingarár hússins sé 1873 þegar vestasti hlutinn var reistur, en það er hlutinn sem er næst á myndinni. Þar var raunar um að ræða eldra hús sem var reist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð en tekið niður og reist aftur hér. Húsið mun hafa risið í áföngum og verið fullklárað um 1885. Raunar eru þetta þrjú hús hver með sínum einkennum eins og sjá má. Ef vel er að gáð má sjá að risið á austurhlutanum er portbyggt* , en ekki á þeim vestasta og á honum er stór miðjukvistur. Austurhlutinn mun vera yngstur þessara bygginga. Miðhlutinn, tveggja hæða bygging með brotnu risi er sennilega sá sem gefur húsinu mestan svip. Sá hluti var kallaður Mikla bygging, enda var þetta hæsta hús á Oddeyrinni þegar það var byggt. Þetta hús var í eigu Gránufélagsins, sem var verslunarfélag, stofnsett 1870. Helstu forvígismenn þess voru Tryggvi Gunnarsson og sr. Arnljótur Ólafsson. Ári síðar keypti félagið Oddeyrina eins og hún lagði sig af Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni og sá félagið um lóðasölu þegar byggð hófst á Oddeyrinni á 8. og 9. tug 19. aldar. Gránufélagið var afar umsvifamikið á áratugunum 1870-1900 en tók að halla undan fæti upp úr aldamótum og 1912 komst það í eigu Hinna sameinuðu Íslenskra Verslana, sem hafði skrifstofur í þessu húsi til 1926. Kannski er það dæmi um hversu ráðandi Gránufélagið var að gata á Oddeyrinni heitir eftir því. Húsið var alla tíð iðnaðar- og verslunarhúsnæði og veit ég ekki til þess að búið hafi verið í því, en það getur hins vegar meira en vel verið. Um 1990 var þetta hús orðið nokkuð hrörlegt. Það var einnig gjörbreytt að innan frá fyrstu gerð, enda starfandi vélsmiðja í því. Þá hafði einhvern tíma verið byggt mikil steinsteypubygging; renniverkstæði við húsið aftan til. En haustið 1993 lauk endurgerð hússins og þar opnaði skemmtistaðurinn við Pollinn. Síðan hefur verið veitingastarfsemi í húsinu og nú er hér skemmtistaðurinn Vélsmiðjan, en það heiti hefur beina skírskotun í fyrra hlutverk hússins.
*Portbyggt ris: Portbyggt merkir að risið er "upphækkað" Þ.e. í stað þess að súðin myndi horn við gólfflöt, kemur eins konar framlenging eða upphækkun á fyrstu hæðinni ( eða hæðinni undir risinu ).
PS. Ég segi hérna efst að Gránufélagshúsin sé elsta hús á Oddeyri. En bíðum við,við Eiðsvallagötu 14 stendur hús sem kallað er Gamli Lundur. Það mun byggt 1858. En hins vegar var hinn upprunalegi Lundur rifin til grunna um 1980 og nýtt hús, nákvæm eftirlíking reist í staðinn. Þannig er Gamli Lundur sem nú stendur ekki nema 25-30 ára. Hins vegar má alltaf tína til með mörg gömul hús sem gerð hafa verið upp, að kannski eru ekki nema örfáir bjálkar eftir frá upphafi; margsinnis búið að skipta um haus og hamar þannig að ekki er kannski allt sem sýnist í þeim efnum.
Myndirnar í þessari færslu eru teknar í maí og júní 2006.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436847
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 318
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.