Hús dagsins eða öllu heldur Gata dagsins

P1130005Að þessu sinni eru hús dagsins fleiri en eitt og tek ég fyrir heila götu eða svo gott sem. Þessi mynd er tekin af Strandgötu á Oddeyri á frostköldum janúardegi 2009. En Strandgata er elsta gata Eyrarinnar og lá meðfram fjörunni, líkt og göturnar í Innbænum, Hafnarstræti og Aðalstræti. Við götuna standa hús af mörgum ólíkum gerðum. Á þessari mynd sjást best eftirfarandi hús:

Strandgata 45 er lengst til hægri. Er þetta eitt elsta steinsteypta hús á Akureyri og var byggt 1914. Líkt og elstu steinhúsin ber það greinilega svipmót timburhúsa ( sjá færslu 13.júlí sl. ) og nægir að líta til næstu tveggja húsa fyrir neðan. En í Strandgötu 45 var íþróttafélagið Þór stofnað árið 1915. Næst er Strandgata 43 en það hús var byggt 1920. Skilst að það hafi verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Strandgata 41 var reist 1901 og var þar lengi vel  bakarí. Upphaflega var það Brauðgerðarfélag Akureyrar sem hafði þar starfsemi en 1912 keypti Kristján Jónsson, sem Kristjánsbakarí er kennt við húsið. Húsin með lágu risunum, á þremur og fjórum hæðum eru nr. 39 og 37. Reist 1907 ( 39 ) og nr. 37 er byggt í áföngum frá 1930 til 1950. Vinstra megin sjást síðan öllu yngri hús, en þau eru reist á uppfyllingu frá því um 1995. Glerbyggingin er hús líkamsræktarstöðvarinar Átaks, byggt 1997 og stækkað 2006 en þar á bak við gnæfir svo yfir Menningarhúsið Hof, sem enn er í smíðum  en bygging þess hófst 2007. Í baksýn er síðan neðri Brekkan og Hlíðarfjallið en staðurinn sem þessi mynd er tekin er einn tilkomumesti útsýnisstaður Akureyrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 225
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband