10.8.2009 | 18:38
Hús dagsins: Hafnarstræti 57, Samkomuhúsið
Hafnarstræti 57 eða Samkomuhúsið var reist árið 1906 af félagsskap sem kallaðist Góðtemplarar, og var jafnan kallað Góðtemplarahúsið eða Gúttó. Húsið hefur mörg einkenni norskra Sveitser húsa, þ.e. stórbrotið útskorið þakskraut og mjög sérstæðir gluggapóstar og jafnvel er talið að það hafi komið tilhöggvið frá Noregi. Byggingarmeistarar hússins voru þeir Björn Björnsson, Guðbjörn Björnsson og Guðmundur Ólafsson, en smíði hússins tók aðeins sex mánuði. Er það næsta ótrúlegt, þegar það er haft í huga að á þeim tíma þekktist ekkert sem hét byggingarkrani, steypuhrærivél, vélsög eða nokkur rafmagnsverkfæri. Góðtemplarar áttu húsið í áratug en Akureyrarbær eignaðist það 1917. Sama ár var Leikfélag Akureyrar en það hafði frá upphafi aðsetur í húsinu og hefur enn. Auk þess að hafa þjónað sem leikhús og samkomuhús Akureyringa í 103 ár hefur ýmisleg önnur starfsemi verið í húsinu. Amstbókasafnið var þarna til húsa í 23 ár, til 1930 einnig bæjarskrifstofur og póstafgreiðsla um tíma. Þá hefur einnig búið í húsinu. Húsinu hefur oftsinnis verið breytt og endurskipulagt að innan en hefur að mestu haldið einkennum sínum að utan. Sal var gjörbreytt um 1950 en færður sem næst upprunalegu horfi 1997. Á árunum 2002-2005 var húsið tekið algerlega í gegn bæði að utan og innan enda aðstaðan löngu orðin úrelt og uppfyllti engan vegin þær kröfur sem nútíma leikhús starfsemi gerir. Þá var m.a. reist steypt viðbygging bak við húsið sem hýsir búningsaðstöðu, og kemur hún í stað skúrabyggingar sem reist var um 1950. Nýja viðbyggingin fellur mun betur að húsinu og hefur eflaust stórbætt aðstöðuna sem var ansi þröng. Einnig var umhverfi hússins tekið í gegn og "skipt um brekku" bæði ofan og neðan við. En brekkan á bakvið húsið hefði sennilega endað með því að sópa húsinu niður á flöt vegna gífurlegs framskriðs. Samkomuhúsið er eitt af helstu kennileitum Akureyrar, enda stórt og á áberandi stað. Einhvern tíma hlýtur að koma að því að Leikfélagið sprengi þetta hús endanlega utan af sér og þurfi að flytjast annað. Þá er ég með það alveg á hreinu hvert gæti verið næsta hlutverk hússins. Ég hefði sagt að þetta hús væri kjörið sem félagsmiðstöð hvers konar þar sem salur gæti nýst sem tónleikahalds eða funda og ýmis aðstaða í mörgum minni sölum og herbergjum til félagsstarfsemi. Þá held ég að þetta gæti orðið fyrirtaks kvikmyndahús.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sjálfsögðu hefur breytingin bætt aðstöðuna, en hafandi unnið í þessu húsi í þrjátíu ár var ég hissa á hversu mjög viðbyggingin var skorin við nögl. Raunar var leikhúsfólki sagt þegar verið var að sætta það við teikningar að henni að þetta væri nú ekki til svo langs tíma, nýja menningarhúsið væri í farvatninu og auðvitað flytti leikfélagið þangað. Það breyttist svo síðar og leikfélaginu sagt að aðsetur þess yrði í samkomuhúsinu um ókomna framtíð. En að sjálfsögðu gæti það komið með eina og eina sýningu inn í menningarhúsið.
En það er þó annað sem hneykslar mig öllu meir, og það er að ekki skuli hafa verið réttur af mænirinn á þakinu þegar skipt var um járn á þakinu. Að sjá þetta slöður á nýklæddu þaki er hreint og beint hræðilegt!
Hallmundur Kristinsson, 10.8.2009 kl. 22:34
Já, mig rekur minni til þess að þú hafir verið að tala um það, hvað þessi viðbygging væri nú fáránlega lítil. Enda er það rétt að hún er varla nema örfáir metrar á breiddina.
Arnór Bliki Hallmundsson, 10.8.2009 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.