Góðir þættir

Ég festist ekki auðveldlega yfir sjónvarpsseríum. Mér finnst hálfómögulegt að þurfa alltaf að múlbinda mig á einhverjum ákveðnum tíma vikunnar, alltaf, yfir einhverju glápi. Þannig sé ég kannski bara einn og einn þátt af hinum og þessum seríum en næ ekki að komast inn í þráðinn. Nema þá að þættirnir séu mér þeim mun meira að skapi. Það eru sennilega mest kannski 3 þáttaraðir sem ég get verið "húkt" á í einu. Ef þessi tala er eitthvað hærri er sjónvarpið hálfpartinn farið að stjórna manni. En það eru vissir þættir sem ég reyni helst alltaf að sjá. Tveim ólíkum þáttaröðum mæli ég sérstaklega með en það eru:

 Simpson fjölskyldan hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan sýningar á þeirri seríu hófust hérlendis. Það var vorið 1991 ef ég man rétt. Þættirnir standa einhvern vegin alltaf fyrir sínu, en á löngum tíma hafa þeir vissulega þróast og tekið breytingum. Uppátækjum Homers og fjölskyldu eru engin takmörk sett og hafa enst í yfir 400 þætti. Það er líka alltaf hægt að horfa sömu þættina aftur og aftur og hafa jafngaman af þeim.

Út og Suður á ekki margt sameiginlegt með The Simpsons en þeir þættir eru einnig í miklu uppáhaldi og ég reyni helst alltaf að sjá þá. Upphafsstefið skipar sér sennilega í flokk þeirra mest grípandi og skemmtilegustu og var það raunar ástæða þess að ég gaf þessum þáttum gaum upphaflega. Gísli Einarsson er einstaklega fundvís á skemmtilega og spennandi viðmælendur þar sem hann flakkar um landið og tekur hús á alls konar fólki. Oft blandast inn í fróðleikur og skemmtun í boði annað hvort viðmælenda eða Gísla sjálfs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærir þættir, báðir tveir.

Þorgeir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ójá, frábærir hvor á sinn hátt (eða þátt )

Arnór Bliki Hallmundsson, 1.9.2009 kl. 23:05

3 identicon

Já.. og síðast í út og suður, þegar Gísli tók hús á heimalingunum í Svartárkoti... það var alveg magnað!

Mummi (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Ójá, sá þáttur var býsna skemmtilegur. Mér finnst raunar þetta Út og Suður sumar hafa verið það besta í lengri tíma. Flest sumur hafa raunar slæðst inn minna spennandi þættir en ég man varla eftir neinum svoleiðis í sumar. Tvöfaldi Hornstrandaþátturinn  þ. 9.ágúst sl. var sennilega sá magnaðasti frá upphafi.

Arnór Bliki Hallmundsson, 3.9.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 531
  • Frá upphafi: 436886

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 340
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband