Dýpstu afkimar Eyjafjarðar

Þessi síða er raunar orðin til utan um myndir sem ég hef tekið og fróðleik sem ég grúskað um það sem á myndunum er. Ég hef sérstaklega gaman að deila myndum af svæðum kannski ekki allir þekkja. Svona einhverskonar kynningarstarfsemi. Þá finnst mér um að gera að koma að einhverjum fróðleik um þessi svæði eða hús sem á myndunum eru- þó myndin segi auðvitað meira en 1000 orð. Hér eru nokkrar svipmyndir frá afdölum í innanverðum Eyjafirði.P5250020

Hér berum við niður í Djúpadal, dagsetningin er uppstigningadagur 25.maí 2006. Djúpidalur er mestur afdala Eyjafjarða ,mynni hans um 25km frá Akureyri og út frá honum greinast nokkrir dalir. Á miðri mynd er fjallið Mælifell, 1155m en vinstra megin heldur Djúpidalur áfram en hægra megin Mælifells heitir Strjúgsárdalur. Í fjarskanum undir Mæilfelli, t.h. má sjá Hvassafellshnjúk en hann er 1160m. Til vinstri sést hlíð Hleiðargarðsfjalls en það er um 1000m. Fremst er svo uppistöðulón Djúpadalsvirkjunar en sú virkjun varð fyrir gríðarlegum skemmdum í aftaka asahláku um jólaleyti 2006 þegar stíflan brast. Gaman væri að birta einhverja leiðarlýsingu upp á fjöllin- en ég hef ekki gengið uppá þau og tel mig þessvegna ekki þess umkominn að gera það.

P3160020 Þessi mynd er tekin við Leyningshóla 16.mars 2008. Þarna eru um 42 km til Akureyrar. Horft er fram Eyjafjarðardal en það orkar svolítið tvímælis að kalla hann afdal því hann er raunar framhald af Eyjafirði. Þaðan liggur leiðin upp í Laugafell og er hann þannig dyr Eyjafjarðar að miðhálendinu. Ef mynd er stækkuð má greina bæina Hólsgerði (t.h.) í mynni dalsins og Tjarnir (t.v., í eyði) beint á móti. Dalurinn til hægri heitir Glerárdalur en fjallið sem sólin skín er að öllum líkindum Selfjall (1084m).

 

 

P6250001Hér er horft fram Villingadal, en hann liggur samsíða Eyjafjarðardal vestan megin. Fjallið Torfufell (1241m, sér í hlíð þess lengst til vinstri) skilur á milli. Aðeins einn bær, samnefndur dalnum, er í dalnum og liggur vegurinn þangað upp Leyningshóla, sem fylla upp í mynni dalsins. Ekki er mér kunnugt um nöfn fjallana og smádalanna en efast ekki um að þau hafi öll nöfn. ( Fjallið örlítið hægra megin miðju held ég að sé Leyningsöxl.) Það er nú einusinni þannig að allstaðar þar sem byggð ból eru leynast örnefni. Þessi mynd er tekin um ellefuleytið að kvöldi, 25.júní 2008.

 

Það má kannski koma því að allar myndir sem ég set á síðuna eru eins og þær "koma af beljunni". Engu hefur verið breytt, ekkert lagað og ekkert "fótósjoppað".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki að fótósjoppa þessa dýrð!

Mummi (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Nákvæmlega.

Arnór Bliki Hallmundsson, 4.9.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Ragnheiður

Kannastu bæjarnafnið Dældir ? Afi minn, Mýrkjartan Rögnvaldsson var þaðan

Ragnheiður , 5.9.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Nei, ég verð að viðurkenna að Dældir þekki ég ekki, en nafnið Mýrkjartan Rögnvaldsson hljómar aftur kunnuglega.

Arnór Bliki Hallmundsson, 6.9.2009 kl. 14:38

5 Smámynd: Ragnheiður

Já hann var áreiðanlega að norðan hann afi..hafðu þetta amk bakvið eyrað á þínum ferðum.

Ragnheiður , 6.9.2009 kl. 17:32

6 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Hef það í huga. Maður er alltaf að læra e-ð nýtt.

Arnór Bliki Hallmundsson, 7.9.2009 kl. 15:27

7 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Bærinn Litlihvammur á Svalbarðsströnd hét Dældir á sínum tíma. Svalbarðsströnd stendur við Eyjafjörð, þótt hún tilheyri Þingeyjarsýslu. Á Dældum bjó einhverntíma maður að nafni Rögnvaldur. Meira veit ég ekki.

Hallmundur Kristinsson, 9.9.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 420876

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 230
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband