1.10.2009 | 19:40
Hús dagsins: Norðurgata 2 og Strandgata 23. Steinskífuklæðning.
Hús dagsins eru tvö að þessu sinni, en þau eiga eitt atriði sameiginlegt, fyrir utan að vera timburhús og standa á Oddeyri. Þau eru eftir því sem ég best veit einu húsin sem enn standa á Akureyri sem klædd eru steinskífu. Þessi sérstaka klæðning mun hafa verið algeng upp úr aldamótum en fá hús standa orðið eftir með þessari klæðningu. Þetta eru rúnnaðar grjótflögur, ca. tomma að þykkt og eru þær negldar á vegg. Skífan hefur þann kost að vera "viðhaldsfrí", þ.e. hún ryðgar ekki og ekki þarf að mála hana. En að sjálfsögðu endist hún ekki að eilífu og á tímanum geta þær farið að losna. Grjótflögurnar eru einnig brothættar. Úr fjarlægð líkist þessi klæðning fiskhreistri. Munu þessar skífur vera ættaðar frá Noregi og í einni sögugöngu um Oddeyri heyrði ég að þetta hefði verið unnið í námum nálægt Bergen. Ekki er mér kunnugt um hvaða bergtegund er í þessari skífu en mér dettur í hug að þetta sé skylt graníti. Eins og áður segir eru þetta einu húsin sem enn standa með steinskífu. Fyrir um 20 árum var rifið eitt mesta stórhýsi Oddeyrar fyrr og síðar, Snorrahús, Strandgata 29. Það hús var allt skífuklætt. Stóð Norðurgata 2 á bakvið það. Þá stóð steinskífuklætt hús í göngugötunni, undir norðurgafli Amarohússins. Var það skóverslun M.H. Lyngdal, Hafnarstræti 103, en það hús var rifið á vordögum 1998. Þá munu fleiri hús hafa verið skífuklædd en skífunni seinna skipt út fyrir aðra klæðningu. En að húsunum sjálfum.
Strandgata 23 ( efri mynd ) var byggt 1906 af kaupmanninum Metúsalem Jóhannssyni. Er það undir sterkum áhrifum frá norska Sveiser stílnum en hann var ráðandi í húsagerð efnafólks upp úr 1900. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu en nú er samkomusalur á efri hæð, íbúðir á neðri hæð auk þess sem Ferðafélag Akureyrar hefur sínar bækistöðvar þar. Það var um árabil í bakbyggingu við þetta sama hús en hún var rifin um 1998.
Norðurgata 2 lætur nokkuð minna yfir sér en það er byggt 1897. Hefur alla tíð verið íbúðarhús, nú mun það vera einbýli en sjálfsagt hafa íbúðir verið fleiri einhvern tíma. Sérstök uppganga á efri hæð á bakhlið hússins bendir til að þar hafi verið sérstök íbúð, en risi hefur einnig verið lyft að aftan. Myndirnar í þessari færslu voru teknar í feb. 2007 (Strandgata 23) og júní 2006.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 491
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 323
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Húsið við Norðurgötu er óskaplega fallegt hús..nema hvað þessi blái litur kannski.
Ég les hjá þér og mér sárnar nánast þegar þú telur upp það sem hefur verið rifið..það á ekki að rífa allt og eyðileggja, ég bendi á Stykkishólm ..
Takk fyrir færslu
Ragnheiður , 2.10.2009 kl. 13:29
Algjörlega sammála þessu með að oft er farið of geist í niðurrif. Af þeim húsum sem ég nefni í færslunni er sérstaklega mikil eftirsjá af Snorrahúsi. Það var ekki ósvipað Strandgötu 23 að stærð og lögun, jafnvel háreistara ef eitthvað er. Það hafði að vísu staðið ónotað áratugum saman en mér skilst að við niðurrifið hafi komið í ljós að það var næsta ófúið og í fínu lagi. M.H. Lyngdal var líka glæsilegt hús og hefði getað verið mikil prýði í miðbænum. Stykkishólmur er mjög fallegur bær. Þar kom ég sumarið´93 og gisti í einu af eldri húsum staðarins, Egilshúsi.
Arnór Bliki Hallmundsson, 2.10.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.