Af Súlutindi

Sl. laugardag átti ég leið upp á Súlur, en ég tók þátt í stikuferð þar sem stikuð var ný leið upp frá Hömrum, umhverfis- og útilífsmiðstöð Skáta. Að sjálfsögðu var myndavél með í för og hér eru nokkrar myndir frá leiðangrinum.

P9190069Hér eru tveir hæstu tindar Hlíðarfjallsbálksins, Kista og Strýta ( lögun fjallana ætti að skýra hvort er hvað!) séðir frá Súlutindi. Á milli þeirra er nokkuð dæmigerð gömul jökulskál. Kista mun vera 1474m en Strýta 1456m.

 

 

 

 

 

P9190070Hér er horft til SV af hátindinum og fram í botn Glerárdals. Fjöllin tvö fyrir miðju eru f.v.Glerárdalshnjúkur ( 1338m ) og Stóristallur ( 1441m ). Nýfallinn haustsnjórinn eins og flórsykur á tindunum. Beint undir tindunum tveim, hægra megin má sjá upptök Glerár. Skarðið þar beint ofan við kallast Nyrðri Krókur og um hann er gengt yfir í Skjóldal. Tindurinn lengst til vinstri mun vera Lambárdalstindur (um 1100m) en fjallið hægra megin mun vera Jökulborg, er þó ekki alveg viss með það.

 

 

P9190072Horft til  austur af Súlutindi. Eyjafjarðaráin hlykkjast þarna undir Staðarbyggðarfjallinu (1051m) og Garðsárdalurinn gægist yfir öxlina á því. Greina má byggðirnar við Hrafnagil og Kristnes niður undir á. Eins og sjá má er Staðarbyggðarfjallið um 100m lægra en Súlurnar. Þess má geta að öxlin á Staðarbyggðarfjallinu er kennd við Öngulstaði.

 

 

 

P9190074Á leiðinni gefur að líta margt áhugavert. Þetta fyrirbæri kallast melatíglar. Þeir myndast við frostlyftingu jarðvegs. Holklaki ýtir sverðinum upp  myndar ójöfnur í jarðveginum og smásteinar sem liggja á jörðinni velta niður í sprungur sem myndast á milli. Þegar þetta gerist í grónu landi myndast þúfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 331
  • Frá upphafi: 420304

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 226
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband