Hús dagsins: Minjasafnskirkjan

p6190026.jpg Í síðustu færslu tók ég fyrir Akureyrarkirkju og í framhaldi af því er sjálfsagt að taka fyrir elstu kirkju Akureyrar sem stendur við Aðalstræti 58 á "athafnasvæði" Minjasafns Akureyrar. En á þessum stað stóð Akureyrarkirkja hin eldri sem var  fyrsta kirkja Akureyrar, en áður áttu Akureyringar kirkjusókn að Hrafnagili. Gamla kirkjan var byggð 1862 og ári seinna var Kirkjugarður Akureyrar tekin í notkun á höfðanum ofan við. Það er hins vegar ekki sú kirkja sem nú stendur þarna. Gamla kirkjan var afhelguð þegar Akureyrarkirkja var vígð 1940 og rifin 1942. Í einhverri sögugöngu um Innbæinn heyrði ég að gamla kirkjan lægi ennþá í mörgum útihúsum við Eyjafjörð, en bændur munu hafa fengið úr henni ódýrt eða gefins byggingarefni. Minjasafnskirkjuna, sem er einföld og látlaus timburbygging, reisti hagleiksmaðurinn Þorsteinn Daníelsson frá Skipalóni árið 1846 og var hún reist á Svalbarði.  Þaðan var hún flutt til Akureyrar um 1970 og gerð upp þar sem hún stendur enn. Í kirkjunni eru geymdir ýmsir kirkjumunir og þar eru einnig haldnar ýmsar samkomur á vegum Minjasafnsins, söngkvöld e.þ.h. dagskrá. Ekki hef hins vegar heyrt af mörgum messum þarna. Þessi mynd er tekin 19.júní 2006.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt hús Nóri! Við ættum kannski bara að halda okkar eigin messu þarna =)

Mummi (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Líst vel á þessa hugmynd, gætum kannski haldið rokkmessu þarna...

Arnór Bliki Hallmundsson, 23.11.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436847

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 318
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband