Hús dagsins: Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit

Í dag er jóladagur og því um að gera að fjalla um Jólahús. En Jólagarðurinn stendur við Eyjafjarðarbraut vestari eina 12km frá miðbæ Akureyrar  skammt norðan Hrafnagils. Húsið reisti Benedikt Grétarsson árið 1995, en hann hefur verið staðarhaldari þarna síðan þá. Þó þetta hús sé miklum mun  yngra heldur en flest hús sem ég hef fjallað um hér á síðunni á það þó eitt sameiginlegt með mörgum eldri húsum. Það er, að það hefur oftsinnis verið byggt við það. Fyrst var húsið líklega aðeins um 50 fermetrar á grunnfleti en á nú hefpc170028.jpgur verið bætt við anddyrisbyggingu og miklum turni og stór hluti húsrýmisins er í niðurgröfnum kjallara sem einnig kom síðar. Jólahúsið er einkar áberandi í sínum rauða lit og sælgætismolarnir á þakinu og mikill garður í kring þar sem finna má jólasveina, jólatré og litla kirkju og torfbæ. Í húsinu má kaupa h.u.b. allt milli himins og jarðar sem tengist jólunum; skraut, kerti, sælgæti o.m.fl.  Húsið hefur mikið aðdráttarafl og þarna koma áreiðanlega tugþúsundir gesta ár hvert, enda ekki á hverju strái hægt að ganga inní jólastemningu á miðju sumri.  Þessi mynd er tekin skömmu fyrir jól 2006.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 420166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband