Hús dagsins: Helgamagrastræti 17; Völuból

Fyrsta "Hús dagsins" á sumrinu 2011 er þetta reisulega steinhús við Helgamagrastræti 17. p4200003.jpg Húsið er tvílyft steinsteypuhús en hluti þess ein hæð á kjallara en norðurhluti tvær hæðir á kjallara og er húsið að mörgu leyti dæmigert fúnkís-hús, þar sem kassalögun og einfaldleiki er áberandi. Fúnkísstíll er einmitt mjög áberandi við Helgamagrastrætið en gatan byggðist að mestu 1935-50 þegar sú húsagerð var mjög ríkjandi. Einhverjir kunna að taka eftir skátaliljunni á garðshliðinu en Helgamagrastræti 17 er mjög tengt sögu skátastarfs á Akureyri. Húsið var nefnilega svo áratugum skipti skátaheimili Valkyrjunar, sem var félag kvenskáta á Akureyri. En lengst af var skátastarf í bænum kynjaskipt (slíkt tíðkast víða í heiminum enn í dag) og störfuðu kvenskátar undir nafni Valkyrjunnar og karlskátar hjá Skátafélagi Akureyrar en þessi félög voru sameinuð undir nafni Klakks árið 1987. Brynja Hlíðar lyfjafræðingur  sem var mikilvirkur skátaleiðtogi reisti húsið árið 1945. Byggði hún húsið sem íbúðarhús. En á þessum tíma var skátastarf í bænum mjög öflugt, bæði hjá SKFA og Valkyrjunni og þar fóru fremst í flokki áðurnefnd Brynja Hlíðar hjá Valkyrjunni og Tryggvi Þorsteinsson hjá Skátafélagi Akureyrar. Þau hefðu bæði orðið 100ára í vetur, Brynja í nóvember sl. (f. 9.10.1910) en Tryggvi var fæddur 24.4.1911 og hefði því orðið 100 ára nk. sunnudag. Brynja Hlíðar fórst 29.maí 1947 í hinu hörmulega flugslysi við Héðinsfjörð. Guðbrandur, bróðir Brynju erfði húsið og upp úr 1950 keypti Valkyrjan húsið af honum og innréttuðu þarna félagsheimili.  Kölluðu þær húsið Völuból og var heimili Valkyrjunar í fjóra áratugi eða svo. Einnig var búið í húsinu á meðan það gengdi hlutverki skátaheimilis. Nú eru í húsinu tvær íbúðir að ég held. Þessa mynd tók ég af Völubóli síðasta vetrardag, 20.apríl sl. 

Eflaust eru margar skátakonur sem luma á áhugaverðum og skemmtilegum sögum úr Völubóli  eða kunna einhvern frekari fróðleik um húsið. Slíkar viðbætur við pistilinn eru vel þegnar hér í athugasemdakerfið eða gestabók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skátarnir í Kvisti enduðum óvissuferð okkar þ. 26. apríl s.l. í þessu húsi. Eyrún Eyþórsdóttir sagði okkur frá sögu hússins sem er um margt merkileg. þú þyrftir að fá upplýsingar frá henni.

það er gaman að þessum pistlum hjá þér.

Hrefna

Hrefna Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 12:40

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Athuga með hana við tækifæri, eflaust mikil saga á bakvið Völuból. Þakka fyrir innlitið :)

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 4.5.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 109
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 405
  • Frá upphafi: 420426

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband