Nokkrar góðsviðrismyndir af Akureyri

Um þarsíðustu helgi, laugardaginn 25.febrúar var ég á ferðinni í Vaðlaheiði. Þetta var góðviðrisdagur,sól og heiðskírt og að sjálfsögðu tók ég nokkrar myndir yfir Pollinn af Akureyri og fjallahringnum  í kring:

P2250078

Hér má sjá stóran hluta Brekkunnar og Oddeyrin, Oddeyrartangi skagar út í Pollinn  nokkurn vegin fyrir miðri mynd. Ofan Oddeyrar, hægra megin, má sjá Giljahverfi og hluta Síðuhverfis. Í baksýn er Hlíðarfjallið, ber þar Blátind (um 1200m) hæst yfir Hlíðarskálina.

P2250094

Hér horft til NV yfir Oddeyrina og Glerárhverfi og Kræklingahlíð fjær þar ofan við. Vinstra megin er svo Miðbær og Suðurbrekkan.

P2250095

Og hér er Innbærinn neðan syðstu hluta Brekkunnar og Naustahverfis. Ofan sléttunnar á Brekkunni ,sem ísaldarjöklar skópu, eru síðan Súlumýrar og klettabeltin þar fremst kallast einu nafni Lönguklettar (nyrstu klettarnir Hamraklettar eða Hamrahamrar). Súlurnar báðar Ytri (1167m) og Syðri (1220m) fyrir miðri mynd og vinstra megin við þær eru fjöllinn neðan Bónda(1361m) og Kerlingar (1538m) en þau fjöll eru bæði í hvarfi bak við ský og Kerlingin bak við Bónda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 200
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 496
  • Frá upphafi: 420517

Annað

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 378
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband