31.12.2014 | 13:40
Húsaannáll 2014
Þessi tómstundaiðja mín að ljósmynda valin hús á Akureyri og birta um þau litlar greinar hér á vefnum hefur nú staðið í fimm og hálft ár. Ég nenni ekki að rekja söguna á bakvið það í tíunda skiptið eða gefa nokkur fyrirheit hvenær eða hvort ég læt staðar numið. Síðastliðið ár hef ég að mestu tekið fyrir hús sem mér fannst ég eiga eftir- á grundvelli þess að fyrst ég hafði tekið ákveðin hús í vissum götum þá hlyti ég að taka þau hin líka. Þau hús sem hljóta þann heiður að vera Hús dagsins eru ævinlega eldri hús eða standa í eldri hverfum Akureyrar (eða annarra bæjarfélaga þar sem ég á leið um með myndavélina).
Aðeins voru liðnar tæpar 16 klukkustundir af árinu 2014 þegar fyrsta húsagreinin mín birtist um húsið Sunnuhvoll í Glerárþorpi.
7. janúar var það Lundargata 6
13.janúar Lundargata 13
Laugardaginn 18.janúar lagði ég upp í göngutúr um Miðbæinn til að ljósmynda hús í Miðbænum sem mér fannst eiga skilda umfjöllun og birtust greinar um þau hús fram eftir vetrinum. En fyrst lauk ég við að skrifa um hús sem ég hafði myndað á Eyrinni 2.des 2013.
22. janúar Norðurgata 19
27.janúar Norðurgata 12
28.janúar Norðurgata 10
5.febrúar Norðurgata 8
7.febrúar Norðurgata 2b Ég hafði séð það að ég yrði að birta mynd og skrifa um Söluturninn við Norðurgötu 8 fyrst ég hafði fjallað um 10,12 og 19. Stökk því til þann 30.janúar og myndaði það hús og nr. 2b. Þar með hafði ég lokað hringnum um elsta hluta Norðurgötu en fyrsta húsið sem ég tók nokkurn tíma fyrir hér á vefnum var einmitt Norðurgata 17.
Fyrsta húsið úr Miðbæjarröltinu mínu þ. 18.jan birtist þann 12.febrúar.
12.febrúar Hólabraut 13
16.febrúar Hafnarstræti 108
25.febrúar Hafnarstræti 104
1.mars Hafnarstræti 102
8.mars Kaupangsstræti 19-23
17.mars Kaupangsstræti 10-12
27.mars Kaupangsstræti 14 og 16
Næst kom meira en þriggja vikna hlé. En laugardag fyrir páska, 19. apríl, mundi ég eftir því að hafa fjallað um neðri hluta Eyrarlandsvegs en ætti efri hlutan eftir að mestu. Svo ég skellti mér upp á brekku í vorsólinni og stífri norðanátt.
20.apríl Eyrarlandsvegur 27
22.apríl Eyrarlandsvegur 29
25.apríl Eyrarlandsvegur 31
29.apríl Eyrarlandsvegur 33
Á heimleið úr Eyrarlandsveginum myndaði ég svo nokkur hús í Miðbænum- sem sum bíða raunar enn umfjöllunar ;)
5.maí Hafnarstræti 100
14.maí Geislagata 7; Sjallinn
26.maí Aðalstræti 42 (Þarna var um að ræða fjögurra ára gamla mynd sem ég fann í grúski um myndasafnið, því lengi er von á einum )
Um hvítasunnuhelgina brá ég mér í Reykjanesbæ og komst þar í Sögugöngu um gamla Varnarliðssvæðið. Þar var ég að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og lagði vel á minnið hvað leiðsögumaðurinn sagði.
16.júní Nokkur hús á Ásbrú
Um ellefuleytið að morgni hins 19.júní brá ég mér suður í Innbæinn að mynda nokkur hús við Aðalstræti. Eftir að hafa snætt hádegisverð sem samanstóð af soðinni ýsu, kartöflum ,rófum og hamsatólg hófst ég handa við skrif um Aðalstræti 2.
19.júní Aðalstræti 2.
23.júní Aðalstræti 17
25.júní voru 5 ár liðin síðan þetta brölt hófst hjá mér og auðvitað fylgdi langur afmælispistill
29.júní Aðalstræti 19
2.júlí Aðalstræti 20
7.júlí Aðalstræti 21
17.júlí Aðalstræti 22
29.júlí Aðalstræti 28
18.ágúst Hafnarstræti 15
Oftar en ekki líður langur tími milli færsla á sumrin. Það stafar einfaldlega af því að þegar veður er gott og nætur bjartar er ég afspyrnu latur við setu við tölvu og skriftir innandyra. En góðviðrisdag einn í september, nánar til tekið þann áttunda brá ég mér í stuttan túr um Eyrina og myndaði nokkur hús þar;
11.september Fróðasund 9
15.september Fróðasund 4
19.september Gránufélagsgata 19
Sunnudagsmorguninn 14.september brá ég mér inn í Innbæ að mynda hús við Lækjargötuna og ætlunin var að öll húsin við götuna fengju umfjöllun hér.
30.september Lækjargata 11
7.október Lækjargata 11a
16.október Lækjargata 14. Þar hafði ég afgreitt alla Lækjargötuna.
21. október Aðalstræti 54b
Í handraðunum leynist oft ýmislegt og í myndasafninu átti ég mynd úr Eiðsvallagötunni frá ársbyrjun 2013.
1.nóvember Eiðsvallagata 30
Ég ákvað að ráðast í það mynda öll húsin við þá götu og vatt mér í það þann 31.okt. Og að sjálfsögðu að skrifa um alla götuna eins og hún leggur sig. Þar er í raun um að ræða einhverskonar frumrannsókn af minni hálfu en þær heimildir sem til eru um húsin við götuna liggja helst í fundargerðum Byggingarnefndar, sem varðveittar eru á Héraðsskjalasafninu. Einnig má nálgast teikningar á Landupplýsingakerfi Akureyrar en þar kemur yfirleitt fram fyrir hvern er teiknað. En það er eiginlega nauðsynlegt að vita hverjir byggðu húsin áður en flett er upp í bókunum Byggingarnefndar, því þar er allt flokkað eftir nöfnum þeirra sem sækja um byggingarleyfin. Þá kemur vefurinn timarit.is að góðum notum þegar athugað skal hvort og hvaða starfsemi var í húsunum, því hafi auglýsingar birst frá viðkomandi starfsemi og heimilisfang hennar tilgreint kemur það fram í leitinni. Svona rannsóknarvinna getur verið gríðarlega umfangsmikil og eflaust væri hægt að skrifa margra blaðsíðna ritgerð um hvert hús. En ég reyni yfirleitt að hafa þetta stutt og hnitmiðað og miða við að koma fram eftirfarandi upplýsingum um húsin:
Byggingarár- hver byggði- hver teiknaði- hvaða starfsemi var þar gegn um tíðina (ekki endilega tæmandi upptalning)- MYND. Og síðustu vikur hef ég birt pistla um Eiðsvallagötuhúsin í númeraröð:
6.nóvember Eiðsvallagata 1
13.nóvember Eiðsvallagata 3
16.nóvember Eiðsvallagata 4
19.nóvember Eiðsvallagata 5
26.nóvember Eiðsvallagata 6; Bóla
29.nóvember Eiðsvallagata 8
7.desember Eiðsvallagata 9
10.desember Eiðsvallagata 11
13.desember Eiðsvallagata 13
16.desember Eiðsvallagata 14; Gamli Lundur
19.desember Eiðsvallagata 18; Lárusarhús
20.desember Eiðsvallagata 20
Og þá er það upp talið...
Á árinu 2014 tók ég þannig fyrir um 50 hús í 46 pistlum. Flest eru húsin í Innbænum og á Oddeyrinni. Meðalaldur húsanna gæti ég trúað að væri nálægt 80 árum.
Ég mun halda áfram umfjöllun minni um Eiðsvallagötuna á nýju ári, en þau hús sem út af standa eru 22, 24, 26, 28 og 32. Fyrsta "Hús dagsins" á árinu 2015 verður því Eiðsvallagata 22. Eftir það er líklegast að ég taki Brekkugötuna fyrir á sama hátt, en ég hef fátt ákveðið í þeim efnum. Einnig hef ég í hyggju að vinna eitthvað í skipulagningu og utanumhaldi á þessum pistlum en þeir eru orðnir um 300 og finnst mér þetta vera svolítið í belg og biðu hér á þessari síðu. (Ég bý kannski til færslur með tenglum á öll húsin við ákveðnar götu, þ.a. hægt að sé að flett upp auðveldlega). Annars er, líkt og fyrri daginn, fátt skipulagt eða ákveðið varðandi þennan húsavef minn og verður væntanlega svo áfram.
Takk fyrir öll innlitin á árinu 2014.
Arnór B. Hallmundsson.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 430
- Frá upphafi: 440787
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.