Hús dagsins: Ránargata 10

Ránargötu 10 byggði Árni Valdimarsson árið 1950 eftir teikningum Mikaels P2080011Þorsteinssonar. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi og á lágum grunni. Einlyft viðbygging, bílskúr, með flötu þaki er á norðurstafni. Á risi eru breiðir kvistir með hallandi þökum. Inngangur er á suðvesturhorni hússins og þar ofan við eru svalir. Gluggapóstar eru einfaldir. Stórir gluggar, "búðargluggar" eru á götuhlið neðri hæðar endar er húsið eitt nokkurra húsa á Eyrinni sem lengi vel hýstu hverfisverslun. Elstu auglýsingar sem ég fann við ritun þessarar greinar voru dagsettar 14.nóv 1951 en þá eru auglýstar niðursoðnar súrsætar agúrkur, Handey fiskisósa og Worcester sósa í Kjötbúð KEA að Ránargötu 10. Þannig er ljóst að verslun hefur verið á neðri hæð svo að segja frá upphafi en húsið er sem áður segir byggt 1950. Ljóst er að KEA verslunin hefur fljótt þurft að stækka við sig því teikningar að viðbyggingu; lager eru gerðar árið 1957. Síðar var þessari byggingu breytt í bílskúr. Kaupfélagið var eins og flestir Akureyingar vita og muna ansi umsvifamikið á 20.öldinni og rak margar minni hverfisverslanir bæði á Eyrinni og á Brekkunni. Kaupfélagið rak hér verslun, kjötbúð og síðar kjörbúð í tæp 40 ár en 1989 ákvað félagið að loka útibúinu hér í kjölfar dalandi reksturs. Þá var tíð hverfisverslana eiginlega liðin en árið eftir opnaði hér matvöruverslunin Ránargötubúðin, og þar var sagt að “hverfisverslunin væri endurvakin” . Þegar ég flutti á Eyrina árið 1997 man ég eftir að neðri hæð þessa húss sem hálfgerðu “félagsheimili” vélhjólafólks. Hæðinni var svo breytt í íbúð nokkrum árum seinna og nú eru í húsinu tvær íbúðir, á neðri hæð og efri hæð og risi. Efri hæð hefur alla tíð verið íbúð. Ránargata 10 segir ákveðna sögu verslunarhátta sem voru og þætti þeim sem þetta ritar vert að halda þeirri sögu á lofti- og því ætti varðveislugildi hússins að vera ótvírætt af þeim sökum. Húsið er í mjög góðu standi- ekki mörg ár síðan það var allt endurnýjað og gert upp. Þessi mynd er tekin 8.2.2015.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband