Hús dagsins: Ránargata 9

Á Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar fást þær upplýsingar að Ránargata 9 sé byggð 1934, P2080009en þar eru ekki gefnar upp upprunalegar teikningar. Hugsanlegt er að þau Elínborg Jónsdóttir og Kristinn Stefánsson hafi byggt húsið en alltént búa þau þarna vorið 1940. Um 1954 var byggt við húsið að norðanverðu og er sú viðbygging breiðari en upprunalega húsið og eru svalir í kverkinni milli bygginganna. Viðbyggingin var reist eftir teikningum Ásgeirs Markússonar frá 1953. Þá var eigandi hússins Jóhann Kristinsson. Þá voru einnig gerðar teikningar að bílskúr á lóðinni. Ránargata 9 er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi. Gluggar eru með einföldum póstum og járn er á þaki á framhlið eru inngönguskúrar með valmaþaki. Húsið lítur vel út og er vel við haldið, í því eru tvær íbúðir. Þessi mynd er tekin 8.2.2015.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 750
  • Frá upphafi: 417032

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband