Hús dagsins: Brekkugata 23

Þegar ég kem mér fyrir á Héraðsskjalasafninu til að blaða í gömlum skjölum sest ég að jafnaði við borð við norðurgluggann. Þar blasir suðurgafl Brekkugötu 23 við mér...

Árið 1926 fékk Anton Sigurðsson frá Finnastöðum leyfi til að reisa steinsteypt P1100312íbúðarhús á lóð sinni við Brekkugötu. Skyldi það vera einlyft á háum kjallara með porti og kvisti, 9,5x8,3m að stærð. Teikningar af húsinu gerði Einar Jóhannesson. Brekkugata 23 er steinsteypt á háum kjallara og með háu portbyggðu risi. Á bakhlið er útskot; stigabygging og lítill kvistur þar við en miðjukvistur er á framhlið. Krosspóstar eru í gluggum hússins en bárujárn á þaki. Inngöngudyr eru nyrst á framhlið og á bakhlið. Lítil skúrbygging er einnig á bakhlið. Ef núverandi útlit hússins er borið saman við upprunalegar teikningar virðist húsið mjög lítið breytt frá upprunalegri gerð. Til er húsakönnun um þetta svæði og þar flokkast húsið undir steinsteypuklassík. Enda er húsið nokkuð dæmigert fyrir steinsteypt íbúðarhús þessa tíma, en þau sóttu að mörgu leyti áhrif frá gömlu timburhúsunum. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, en ekki gat ég fundið auglýsingar um stórfellda starfsemi eða verslun í húsinu á timarit.is. Brekkugata 23 er reisulegt og glæsilegt hús og stendur, líkt og öll húsin á ofanverðri Brekkugötu á áberandi stað. Þrjár íbúðir munu í húsinu, hver á sinni hæð. Myndin er tekin þ. 10.jan. 2016.

 

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. „Jónsbók“. Upplýsingar um upprunasögu hús á Akureyri árið 1933. Handritað skjal, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun.  Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband