Veturinn 2015-16 á Akureyri

Með páskamynd gærdagsins hér á þessum vettvangi, fylgdi stuttur veðurfarsannáll síðastliðinna daga. En þeir einkenndust af miklum hlýindum og sunnanáttum. En hér ætla ég, með hjálp mynda sem ég hef tekið í vetur að "taka þetta lengra" eins og sagt er. Myndir þessar kunna að gefa einhverja mynd af tíðarfarinu það sem af er vetri. Ég ætla að skrifa sem minnst, heldur láta myndirnar tala sínu máli að mestu.

Byrjum á fyrsta vetrardegi. 24.okt:
Þessi mynd sýnir aldin tré við Jaðar í Glerárþorpi. Þarna var hitinn um tvö stig og blés af norðri. Yfirleitt var nokkuð lyngt sl. haust þ.a. laufið hélst nokkuð lengi á trjám. 

 

PA240002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sunnudaginn 8.nóvember tók ég þessa mynd á Höfðanum við Kirkjugarð Akureyrar. Horft er til suðurs, eða fram Eyjafjörð. Þetta er ekki ósvipað sumardegi, nema hvað þarna er orðið nokkuð kvöldsett enda þótt klukkan sé rétt rúmlega hálf þrjú. Þarna eru nefnilega aðeins 44 dagar fram að vetrarsólstöðum- sólargangur sá sami og í byrjum febrúar.

PB080266

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á sama stað, sex dögum síðar, 14.nóvember. Gránað hefur í fjöll í millitíðinni. 

PB140285

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6.desember hefur veturinn sest að. Töluverð úrkoma var og hvassviðri að kvöldi þess fimmta, en daginn sem myndin er tekin var e.k. stund milli stríða. Daginn eftir "brast hann á" og fylgdi m.a. rafmagnsleysi víða um land og þar með talið á Akureyri. Þessi mynd er tekin í Norðurgötu og eru það hús nr. 33 við þá götu og bakhliðar húsa nr. 1-7 við Fjólugötu sem hér sjást snævi prýdd. 

PC060286

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Nýjársdag 2016, myndin tekin við Hof og horft til austurs. Nokkuð hlánaði milli jóla og nýjárs en þarna er nýleg mjöll yfir eldri snjóalögum. Einnig má sjá að ruðningar eru nokkuð skítugir- en það er merki um að þeir hafi bráðnað.

P1010289

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að morgni 16.janúar, myndin tekin á leið upp í BYKO. Þarna hafði töluvert bæst við snjóinn frá Nýjársdegi. Og eins og glögglega má sjá, er einmitt verið að bæta í snjóinn þarna. Myndin er tekin á Þjóðvegi 1, þar sem heitir Hörgárbraut vestan við húsið Sjónarhól og er horft til suðurs.

P1160282

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Laugardaginn 6.febrúar gekk ég á skíðum um Glerárþorp og hafði meðferðis kaffi og nesti og áði í Kvenfélagsgarðinum...

P2060323

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má var snjórinn nokkuð djúpur...

P2060314  P2060315

Oftar en ekki eru snjóruðningar ágætis mælikvarði á snjómagn. Svona litu þeir út á Glerárgötu á Öskudag, 10.feb.

P2100309

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snjóalög héldust nokkuð jöfn næsta mánuðinn eða svo, og bætti frekar í en hitt. Kalt var og froststillur ríkjandi, en skömmu fyrir miðjan mars vék kuldinn fyrir suðlægum áttum, sólskini og hlýindum.

Þessi mynd er tekin á svipuðum slóðum og myndin hér að ofan: Mannhæðarháir ruðningarnar sem sjást á þeirri mynd eru hér nánast upp urnir, þann 20. mars. 

P3190335

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar þetta er ritað þann 28.mars er jörð aftur orðin hvít og frost í veðurkortum næstu daga. Enda er veturinn fráleitt búinn, þó vissulega sé hann langt kominn og stutt til vors.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 61
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 341
  • Frá upphafi: 420314

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 234
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband