Óttalegar leiðindaplöntur

Á myndinni hér til hliðar, sem tekin er í brekku við norðurjaðar p6200024_979628.jpgGrenivíkur þ.20.júní sl. má greina  alaskalúpínu ( Lupinus nootkasensis ) og skógarkerfil ( Anthryscus sylvestris ). Hvort tveggja mjög glæsilegar plöntur, stórvaxnar og áberandi en tvennum sögum fer af vinsældum þeirra. Lúpínan mun fyrst hafa verið flutt inn um 1950 til uppgræðslu. Lúpínan bindur köfnunarefni og getur því vaxið á melum og skapar auk þess möguleika fyrir aðrar plöntur að skjóta rótum. En hún er þó þeim ósköpum gædd að ef hún fer á gróið land ryðst hún yfir það og eyðir þeim gróðri sem fyrir er. Og ekki er auðvelt að vinna bug á henni, ef hún er á annað borð komin af stað. Þetta hefur helst gerst þar sem lúpínu hefur verið sáð í lítil rofasár inni í miðju gróðurlendi. Greinilegt dæmi um þetta er á hjallanum neðan Súlumýra við Fálkafelli þ.s. á sumrin sjást greinilegar bláir blettir af kílómetra færi. En önnur planta  er einnig frek og ágeng. Og það er skógarkerfillinn. Hann hefur sennilega verið ræktaður sem garðagróður upprunalega en "óvart" breiðst út. Víða um sveitir Eyjafjarðar má sjá mikla kerfilskóga og er hann víðs vegar orðin plága. Og eins og glögglega sést á þessari mynd þá ryðst skógarkerfillinn yfir lúpínuna. Er þarna e.t.v. komin lausnin þar sem lúpínuútbreiðsla er orðin vandamál ? Þ.e. láta bara kerfilinn valta yfir hana Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 266
  • Frá upphafi: 420204

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 194
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband