21.10.2014 | 10:05
Hús dagsins: Aðalstræti 54b
Kannski er Nonnahús frægasta húsið á Akureyri. Það þekkja ekki einungis Akureyringar og flestir aðrir landsmenn heldur fjölmargt fólk víða um heim. Þangað kemur fjöldi ferðamanna víðsvegar að úr heiminum í hálfgerðar pílagrímsferðir til að berja augum þetta æskuheimili rithöfundarins valinkunna. En Jón Sveinsson, Nonni, rithöfundur bjó lengst af og starfaði í Þýskalandi og átti þar fjölmarga aðdáendur og bækur hans hafa verið þýddar á fjöldann allan af tungumálum og víða notið vinsælda. En þetta heimsfræga hús er hvorki háreist né áberandi og stendur á baklóð en við götuna, framan við Nonnahús stendur einmitt húsið hér á myndinni, Aðalstræti 54b.
Aðalstræti 54n er byggt í áföngum eins og glögglega má sjá.
En húsið reisti Davíð Sigurðsson árið 1896 og 1905. Eldra húsið, það er það syðra er einlyft timburhús með háu portbyggðu risi og á steyptum kjallara með miðjukvisti og öðrum sambyggðum gaflkvisti. Forstofubygging með skrautrúðum er á suðurgafli hússins en einlyftur inngönguskúr stendur við bakhlið. Yngra húsið er einnig úr timburhús, tvílyft á kjallara og með lágu risi með inngönguskúr á norðurhlið. Norðurhlutinn snýr A-V en suðurhluti N-S. Krosspóstar eru í gluggum og er húsið allt klætt steinblikki. Upprunalega reisti Davíð þarna íbúðarhús en þá (1896) var hann búsettur í Nonnahúsi. Árið 1905 byggir hann við húsið tvílyfta byggingu sem var verslun og smíðahús. Líklegt þykir mér að hann hafi verslað á hæðinni, smíðað í kjallaranum og haft skrifstofur og geymslur eða íveruherbergi fyrir starfsmenn sína á þeirri efri. (Fylgir ekki sögunni- aðeins getgátur undirritaðs.) Árið 1929 er norðurhlutinn innréttaður sem íbúð og skiptist þá í tvo eignarhluta. Eigendur þá eru nafnarnir Jakob Magnússon sem átti neðri hæð og Jakob Lilliendal sem átti þá efri. Ein íbúð var í suðurhluta en þann hluta hússins eignuðust Zontakonur fyrir hálfri öld, 1965, og hafa þar haft félagsheimili sitt síðan. Ein íbúð er nú í norðurhluta og hefur verið svo um árabil. Húsið er óneitanlega sérstakt og skemmtilegt í útliti enda er hér um að ræða tvö sambyggð hús sem hvort um sig hefur sín sérkenni. Það að hafa húshlutana í mismunandi litum skerpir síðan enn á mismunandi gerð húsanna. Húsið og lóðin umhverfis eru til mikillar prýði í umhverfinu. Myndirnar hér eru teknar í haustblíðunni um seinnipartinn sunnudaginn 5.október 2014.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin
Bloggar | Breytt 30.12.2014 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2014 | 07:55
Hús dagsins: Lækjargata 14
Lækjargötu 14 reisti Sigurður Sumarliðason skipstjóri árið 1914 og á því húsið aldarafmæli þegar þetta er ritað. Húsið er reist úr múrsteinum og flutti Sigurður þá inn sjálfur á skipi sínu- en ekki fylgir sögunni hvað skipið hét. Húsið er einlyft hús á háum kjallara og með lágu valmaþaki auk bakbygginga sem eru steinsteyptar. Inngangur er á austurhlið og að honum eru steyptar tröppur. Krosspóstar eru í gluggum. Ekki leið á löngu frá byggingu hússins að byggt var við það en árið 1926 var byggður steinsteyptur skúr á bakhlið þess. Húsið hefur líkast til alltaf verið einbýlishús með geymslurýmum í kjallara. Ytra byrði hússins í meginatriðum lítið breyst þessi 100 ár sem það hefur staðið, en á mynd frá 1915 ( Steindór Steindórsson 1993: 160) er ekki búið að múrhúða húsið en sem áður segir er það hlaðið úr múrsteini. Húsið er í góðu standi og lítur vel út. Þrátt fyrir að vera aldargamalt er það eitt yngsta húsið í Lækjargötu og eitt fárra steinhúsa við götuna en flest húsin við götuna eru byggð fyrir aldamótin 1900. Ég hef nú fjallað um hvert einasta hús við þá ágætu götu og hér að neðan birti ég von bráðar tengla á allar umfjallanir mínar um Lækjargötuna. Þessi mynd er tekin 14.september 2014.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur
Hér eru færslur sem ég hef skrifað um húsin í Lækjargötu:
Bloggar | Breytt 17.10.2014 kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2014 | 08:47
Hús dagsins: Lækjargata 11a
Í síðustu færslu fjallaði ég um húsið á Lækjargötu 11 en á þessari mynd má sjá bakhús sem stendur á þeirri lóð en það er Lækjargata 11a.

Það er ekki gott að slá því föstu hvert byggingarár hússins er, en það er reist uppúr smiðju sem Sigurður Pétursson reisti árið 1884. Það ár fékk hann vítur frá Byggingarnefnd fyrir það að hafa byggt í óleyfi á lóð sinni, og mun þar um að ræða smiðjuna sem nú er kjarninn í þessu húsi. Á vef Landupplýsingakerfis Akureyrarkaupstaðar er gefið upp að byggingarár hússins sé 1907. Lækjargata 11a er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni með aflíðandi skúrþaki með smáum og einföldum gluggum. Það er bárujárnsklætt. Þá er á húsinu lítil bakálma, einlyft með skúrþaki og hugsanlega er þar um að ræða elsta hluta hússins- án þess að ég þori nokkuð að fullyrða um það. Húsið hefur um áratugaskeið verið íbúðarhús með einni íbúð en var sem áður segir smiðja í upphafi. Húsið er nokkuð sérstakt í útliti og stendur auk þess á sérlega skemmtilegum stað í brekkufæti undir suðurbrún Búðargils. Það er hins vegar hvorki áberandi né ráðandi í umhverfi heldur lítið og látlaust og stendur í skjóli reynitrés. Lækjargata 11a virðist í mjög góðu standi, en klæðning og þakkantar og gluggar eru tiltölulega nýlegir (15-20ára). Þessi mynd er tekin sunnudaginn 14.sept. 2014.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson (1986) Akureyri: Fjaran og Innbærinn byggingarsaga. Reykjavík: Torfusamtökin
Bloggar | Breytt 14.10.2014 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 445782
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 157
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar