Rafmagnslaust

Um kl. 21 varð "blackout" hér á Akureyri og komst rafmagn á um 22.45. Fyrst varð maður var við að eldhúsið datt út. Þá tékkaði maður á ganginum, stofunni og loks á lekaliðan. Þá á stigaganginum. Um leið og við komumst að raun um að allt fimm íbúða húsið var rafmagnslaust fékk ég símtal frá félaga mínum, búsettum handan Glerár en hjá honum hafði rafmagnið einnig farið. Svo heyrði ég gegn um símtöl að bærinn væri allur rafmagnslaus og Skagafjörður og Húnavatnssýslur líka. Í batterýisútvarpi heyrði ég svo í fréttunum hvers kyns var; bilun í landsneti og rafmagnslaust frá Hvalfirði til Hornafjarðar. Þetta var nokkuð sérstakt, enda gerist þetta (sem betur fer) afar sjaldan. En það er líka ágætt að vera stundum minntur á, hversu gríðarlega maður er nú háður er rafmagninu. p4210103.jpg


mbl.is Rafmagn ætti að koma fljótlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þegar ég heyrði að þetta væri út um allt land þá hélt ég að þetta tengdist eldgosi eða jarðskjálfta því það voru engar upplýsingar um þetta.

Sumarliði Einar Daðason, 7.5.2010 kl. 23:49

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, einhvernvegin tengdi maður þetta strax við eldgosið, þegar maður heyrði sögur að það hafði farið af öllu landinu.  Fyrst hélt ég að öryggi hefði slegið út og þegar ég heyrði af "blackouti" á allri Akureyri datt manni strax í huga að einhver grafa hefði slitið streng í sundur. Ef það hefði verið tekið af vegna viðgerða hefði það verið tilkynnt rækilega áður.  En það runnu svolítið á mann tvær grímur þegar maður heyrði að Húnavatnssýslur og Skagafjörður væru úti líka. Svona stórfellt rafmagnsleysi á sér ekki stað nema í albrjáluðustu vetrarveðrum ( og það er nú raunar liðin tíð má segja ) og því var svo sannarlega ekki fyrir að fara í blíðunni í gærkvöldi. Þannig að þetta var óneitanlega dálítið dularfullt allt saman...

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.5.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 420318

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband