Hús dagsins: Oddeyrargata 1

p2020113.jpgOddeyrargata er nokkuð löng gata sem sker Brekkuna skáhallt ofan við Miðbæinn. Hún er að mestu byggð árin 1920-35 og við hana standa mörg reisuleg hús við stórar og gróskumiklar lóðir. Hún var um 1930 ásamt Brekkugötunni við efri mörk þéttbýlis en eftir 1935 tóku efri götur, Holtagata, Hlíðargata, Munkaþverárstræti og Bjarkarstígur (þar sem við vorum stödd í síðasta pistli um Davíðshús) að byggjast. Efst þessarar byggðar var Helgamagrastræti en þar reis fjöldi húsa 1936-37 öll svipuð að gerð. En ofan við byggðina voru beitarlönd en á þessum árum voru kýr á mörgum heimilum í kaupstaðnum. Kúm Oddeyringa var smalað upp og niður Oddeyrargötuna sem fékk þannig við viðurnefnið Kúagata.

En neðsta hús, nr. 1 við Oddeyrargötuna er lítið einlyft steinhús með háu risi. Það er byggt 1922 eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar, en hann teiknaði og byggði tugi húsa á Akureyri og víðar. Oddeyrargata 1 er reist úr r-steini sem var uppfinning Sveinbjarnar frá 1919 og er húsið því með fyrstu r-steina húsunum. Það fyrsta er tveimur árum eldra og stendur einmitt litlu ofar við Oddeyrargötuna, nr.15. En r-steinninn var mjög vinsæll í húsbyggingum á fyrri hluta 20.aldar. Oddeyrargata 1 er hannað sem einbýlishús og hefur verið að ég held alla tíð. Húsið er í mjög góðri hirðu, er  einfalt og látlaust en þó sérstætt í útliti og örlítill, hallandi kvistur á risinu, beint  upp af smáglugga á framhlið gefur húsinu skemmtilegan svip. Ekki veit ég hvort kvisturinn er upprunalegur eða seinni tíma viðbót. Þessi mynd er tekin 2.2.2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst hér á síðuna þína - góðar kveðjur

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 09:00

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk sömuleiðis =)

Vona að þú hafir gagn og gaman af þessu hjá mér.

Arnór Bliki Hallmundsson, 13.2.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband