Nokkur tryllitæki

Oft fer ég út að viðra myndavélina. Þá eru það einkum hús, bílar og fjöll sem verða fyrir linsunni hjá mér, eins og lesendur síðunnar hafa e.t.v. tekið eftir. En hér eru nokkrar tryllitækjamyndir úr safninu mínu. Ég á orðið dágott safn af bílamyndum af ýmsum sýningum en einnig hef ég tekið myndir á förnum vegi. Hér eru nokkur tryllitæki, en ég þekki ekki slík deili á þeim þannig að ég geti skrifað mikið um þau- en læt frekar myndirnar tala sínu máli.Myndirnar eiga það hinsvegar sameiginlegt að vera teknar á sýningum Vetrarsport- árlegri sýningu vélsleðamanna á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar eru alls ekki bara sleðar heldur öll möguleg tryllitæki til vetrarferða (og sumarferða líka)  jeppar og allur mögulegur búnaður til útiveru.  Vetrarsport 2011 verður einmitt haldin um helgina í Boganum og er liður í vetrarhátíðinni Éljagangur sem nú stendur yfir.  (Að vísu er ekki éljum fyrir að fara norðan heiða eins og er, hitinn um 5 stig, nánast auð jörð og Vaðlaheiðin skjöldótt)  Á sýninguna mun ég auðvitað kíkja með myndavélina og mjög líklega deilir maður einhverjum sýnishornum. 

pb250133.jpg  pb250122.jpg 

pb250070.jpg

 pb250065.jpg 

toyota_landcruiser_68.jpg  sle_ar_gamlir.jpg

Neðst f.v. : Hér má sjá 43ára Land Cruiser, árg.1968 (hann var reyndar "ekki nema" 36 þegar myndin var tekin Wink) og vélsleða á ýmsum aldri. Fjórhjólið til vinstri fyrir miðju væri ansi hentugt þegar fannfergi er mikið og ryðja þarf svæði sem er annars vegar of stórt til að handmokstrar og hins vegar of þröngt fyrir stærri moksturstæki. Ekki veit ég hvað Polaris farartækið fyrir miðju myndi kallast en þetta er einskonar yfirbyggt fjórhjól á beltum (fjórbelti væri þá etv. nærtækara heiti en fjórhjól). Eflaust óstöðvandi í vetrarfærð á fjöllum. Gula tryllitækið efst t.v. er eflaust mikið þarfaþing fyrir bændur og fjallakappa. Mörg torfærutæki eru ekki hentug-  jafnvel ólögleg til vegaumferðar og þá kemur traust farartæki á borð við þennan 6 hjóla GMC pickup efst t.h. í góðar þarfir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 545
  • Frá upphafi: 420862

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 455
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband