Fleiri plöntur

Eitt af því sem ég hef stundum ljósmyndað eru villtar plöntur. Ég á nokkrar myndir og hef þegar deilt nokkrum- en hér koma nokkrar í viðbót.

P7090032Hér má sjá Ljónslappa (Alchemilla alpina). Þessi brúskur er í um 350m hæð y.s. á mel nokkrum skammt norðan Fálkafells ofan Akureyrar. Myndin tekin að kvöldi 9.júlí 2009.

 

 

 

 

 

P7090021

Enn erum við stödd á melnum norðan Fálkafells en þetta góðviðriskvöld, 9.júlí 2009, tók ég einmitt létta göngu frá Hömrum uppá Súlumýrarbrúnirnar og niður hjá Fálkafelli. Myndavélin var auðvitað með í för og hefur afraksturinn sést hér á síðunni nokkrum sinnum. En þessi planta heitir því skemmtilega nafni Geldingahnappur ( Armeria maritima). Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið er tilkomið. E.t.v. hefur   plantan verið vinsælt fóður hjá geltum búpening (Wink) en latneska heitið gefur til kynna tengingu við sjó, sbr. Maritima.

 

 

P7090031Blóðberg (Thymus praecox). Þessi runni er einnig á melnum við Fálkafell. Blóðberg er mikið sem kryddjurt við matargerð og blóðbergste þótti löngum og þykir enn mikill heilsubótardrykkur.

 

 

 

 

 

P8090016Nú færum við okkur niður á láglendi,  nefnilega niður á Hólma sunnan Akureyrarflugvallar en þar er þessi Umfeðmingur (Vicia cracca). Umfeðmingurinn virkar ekki ósvipaður lúpínu- enda skyldur henni, en við nánari skoðun eru líkindin svosem ekki mikil, önnur en blái liturinn. Myndin af umfeðmingnum er tekin nákvæmlega 13 mánuðum seinna en hinar myndirnar í færslunni þ.e. 9.ágúst 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 420203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband