Hús dagsins: Norðurgata 31

PA100004Norðurgata er ein lengsta íbúðargatan á Oddeyrinni, nær frá Strandgötu að verslunar- og iðnaðargötunni Furuvöllum til norðurs.  Liggur hún í sveig norður Eyrina og tekur beygju við Grænugötu en á því horni stendur þetta reisulega steinsteypuhús. Á svipuðum stað stóð eitt af fyrstu húsum á Oddeyrinni, torfbær byggður um 1850. Hann stóð reyndar ekki lengi, mun hafa verið rifin uppúr 1880 og var þá timburhús reist á lóðinni af konu að nafni Níelsína Jensen. Það hús var rifið skömmu fyrir 1930.  

Núverandi hús var byggt 1926, en það var eitt af stærstu húsum Oddeyrar á þeim tíma. Er þetta tvílyft steinsteypuhús með háu risi, og er risið raunar á tveimur hæðum (manngengt háaloft) sbr. glugga efst á gafli og á kvisti. Bakvið húsið er tvílyft útbygging með risi og kvisti. Steyptir þakkantar á göflum og kvisti standa uppfyrir þak og krossast; eiga að líkja eftir bjálkum sem ganga saman. Setur þetta látlausa skraut skemmtilegan svip á húsið. Nú eru í húsinu fimm íbúðir, þrjár í framhúsinu og tvær í bakhúsinu ein á hverri hæð hvoru megin. Húsið er í góðri hirðu, sem og gróskumikil lóð. Þessi mynd er tekin í haustblíðunni 10.10. 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 495
  • Frá upphafi: 436890

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 327
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband