Sumarsólstöður.

Í dag eru líkt og allir vita sumarsólstöður, þ.a. að dagurinn er lengstur hér á norðurhveli. Sólin skín, þegar þetta er ritað 23.40, skært yfir Reistarárfjöll. Daginn  hefur verið að lengja frá 22.des og fer nú að stytta. Margir tengja þennan dag við að sumri fari að halla og senn að hausta- en það er nú bara "hystería". Því sumarið byrjar nefnilega þá fyrst að daginn hættir að lengja, sbr. júlí og ágúst eru að öllu jöfnu hlýrri mánuðir og júní og veður betri. Eins er þetta að vetrinum. Er vetrinum farið að halla á vetrarsólstöðum, 21.des? Onei, þá fyrst byrjar gamanið- janúar og febrúar með sínum frostum, myrkri og hríðarbyljum. Þannig að, þegar daginn fer að stytta byrjar sumarið fyrir alvöru og þegar hann fer að lengja byrjar veturinn af fullri hörku. Þannig er nú það.

p6220115.jpgKl. 00.00: Rétt fyrir miðnætti dró ský fyrir sólina en þó gægist hún hér á milli sementssílóa og asfaltstanks við Slippinn. Myndin tekin á Hjalteyrargötu, austan við Hagkaup. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 543
  • Frá upphafi: 420860

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 453
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband