11.10.2012 | 19:49
Hús dagsins (nr. 168): Krókur 1
Fyrir um mánuði síðan skrifaði ég um húsið sem langalangalangafi minn, Jens Kristján Arngrímsson, járnsmiður og um tíma bæjarstjóri á Ísafirði reisti fyrir um 160 árum síðan. En húsið hér á myndinni stendur undir brekkurótunum þar sem Djúpvegurinn heldur áfram út Skutulsfjörðinn og áleiðis á Hnífsdal. Þetta er Krókur 1 en Krókur er lítil gata sem liggur upp af Túngötunni. Heitir hún eftir Króksbænum sem stóð á svipuðum slóðum, líkast til bakvið Krók 1.
Húsið er einlyft steinhús á lágum kjallara með háu risi það og stendur á dálítilli brekku upp af veginum. En Krók 1 byggði sonur Jens Kristjáns, Ásgrímur Kristjánsson (1877-1954) árið 1921 og bjó hann þar um árabil ásamt konu sinni Sigríði Friðriksdóttur (1874-1954) frá Bíldsey í Helgafellssókn á Snæfellsnesi. Hann stundaði sjóinn en vann síðar við ýmis verkamannastörf á Ísafirði en hún var húsmóðir hér að Króki. Þau heiðurshjónin í Króki voru semsagt langalangafi og langalangamma þess sem þetta ritar. Móðurafi minn, Hörður G. Adolfsson ólst upp í þessu húsi en hann er sonarsonur Ásgríms og Sigríðar. Samkvæmt honum er húsið lítið sem ekkert breytt frá því hann bjó þar (á 3. og 4.áratugnum). Forstofubyggingin hefur t.d. verið frá upphafi en ég var nokkuð viss þegar ég sá húsið að hún væri síðari tíma viðbygging. Umhverfið er að vísu talsvert breytt, gróðurinn meiri og sólpallurinn er reistur mun síðar- slík mannvirki voru lítt þekkt á fyrri hluta 20.aldar. Húsið er einbýlishús og hefur alla tíð verið. Húsið er í góðri hirðu og lítið sem ekkert breytt frá fyrstu gerð. Eins og fram hefur komið nokkuð greinilega hér í pistlinum og öðrum þá á ég ættir að rekja til Ísafjarðar. Þangað kom ég í fyrsta skipti nú síðasta sumar og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Bærinn og allt umhverfi hans er einstaklega fallegt og heillandi. Þá er Ísafjörður algjört gósenland fyrir áhugamenn um gömul og skrautleg hús. Þá var alveg sérstaklega gaman að sjá bæði þetta hús sem og Smiðjugötu 2, þessi hús forfeðra minna, í svona góðri hirðu og svona vel útlítandi. Þessa mynd tók ég 12.júlí sl. en þá dvaldi ég ásamt fjölskyldunni dagpart á Ísafirði áður en haldið var aftur um Djúpið og yfir í Dalina. Á þessum stutta tíma náði ég að kíkja á gamla bæinn, í Neðstakaupstað og í hádegismat Tjöruhúsinu en hefði auðvitað gjarnan viljað dvelja lengur. En einhvern tíma kíkir maður aftur vestur- það er alveg á hreinu!
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 17
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 475
- Frá upphafi: 441382
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 335
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.