7.7.2013 | 14:10
Hús dagsins: Naustabæirnir
Í síðasta pistli tók ég fyrir Hamrabæina tvo en nú færum við okkur norðar og framar á höfðanum mikla neðan Súlumýra þar sem m.a. er Brekkan og Naustaborgir. Naust eru fornt býli staðsett á brekkubrúninni ofan Krókeyrar. Hallgrímur Jónsson frá Naustum var uppi á 18.öld (1717-1785) og var hann annálaður útskurðarmeistari og trésmiður og einnig sonur hans Jón sem nam trésmíðar í Danmörku. Annar sonur Hallgríms var Þorlákur, kenndur við Skriðu, skógræktarfrömuður en sonur Þorláks, Jón tók upp ættarnafnið Kærnested og er því ættfaðir þeirrar ættar. Afkomendur Hallgríms Jónssonar á Naustum telja vafalítið nokkur þúsund í dag og þeirra á meðal er sá sem þetta ritar. Ég er semsagt komin af Ólöfu Hallgrímsdóttur sem var fædd hér 1743 en fluttist í Kasthvamm í Laxárdal og var þar húsfreyja. En að Naustabæjunum. Hér eru það fyrst og fremst byggingarnar sem eru til umfjöllunar en fyrir þá sem vilja kynna sér búskaparsöguna nánar má benda á bækurnar Byggðir Eyjafjarðar 1990 og hina nýútkomnu Byggðir Eyjafjarðar 2010.
Nú eru Naustabæirnir fjórir og var það á 3. og 4.áratug síðustu aldar sem mikil uppbygging átti sér stað á Naustum og voru þar á ferðinni fjórir bræður frá Syðra-Hóli í Öngulsstaðahreppi. Fyrstur var það Jón Guðmundsson sem reisti Naust II árið 1928. Sá bær stendur efst og suðvestast af bæjunum. Það er einlyft timburhús með portbyggðu risi og ári síðar reisir hann fjós áfast íbúðarhúsinu. Þessar byggingar sjást til vinstri á myndinni en braggi og steypt skemma fremst á mynd eru seinni tíma viðbyggingar. Búskapur var stundaður á Naustum 2 út 20.öldina eða til ársins 2000 en það er enn búið í húsinu og fjárhúsin nýtt til geymslu. Íbúðarhús hefur á síðustu árum verið tekið til endurbóta og byggð við það álma til vesturs.
Næstelstur Naustabæjana eru Naust III en þar byggði Halldór Guðmundsson árið 1931 núverandi íbúðarhús, tvílyft steinsteypuhús með lágu risi og á kjallara og 1936-37 voru reist áföst fjós og hlaða. Þessi hús standa syðst Naustabæjana um 200m sunnan við Naust II og eru komin inn í Naustahverfi og standa við götuna Tjarnartún. Hér lauk búskap árið 1994 en um tíu árum síðar var Naustahverfi komið alveg að bæjarhúsunum. Fjárhús og hlaða eru nýttar sem geymslur. Byggingar eru í góðu standi og til mikillar prýði í umhverfinu.
Bróðir þeirra Halldórs og Jóns, Guðmundur Guðmundsson reisti árið 1935 Naust I lítið tvílyft steinsteypuhús með hallandi skúrþaki. Það hús stendur um 150m beint austan við Naust 2 sunnan við þar sem Naustagatan sveigir upp fyrir Naustahverfi. Íbúðarhúsið er einfalt og látlaust hús og er í góðu standi. Þar lauk búskap árið 1961 en hér hefur um árabil verið rekin trésmiðja, Trénaust og hefur hún aðsetur í útihúsunum beint ofan íbúðarhússins.
Beint á móti Naustum I, norðan við Naustagötu stendur húsið Naust IV en það er einlyft steinsteypuhús með valmaþaki byggt árið 1948 af Ólafi Guðmundssyni, þeim fjórða af Syðra-Hólsbræðrunum sem byggðu að Naustum. Naust 4 telst nú standa við Tjarnartún og er númer 33 við þá götu en sú gata liggur í N-S á milli Nausta 3 og 4 út frá Naustagötu þar sem hún sveigir til vesturs, upp meðfram Naustahverfi. Enn eru íbúar Nausta 4 með fjárbúskap þó útihús séu horfin en fjárhús eru staðsett ofan við þéttbýlismarka. Naust 4 eru í frábæru standi, nýlega tekið í gegn og er húsið og umhverfi þess til mikillar prýði.
Á þessari mynd sem tekin er af Kjarnabraut sjást allir Naustabæirnir utan einn. Til vinstri eru Naust 2, en fyrir miðju og fjær eru Naust 4 og Naust 1 er til hægri. Flest hús á Naustum er vel við haldið og hefði ég sagt að Naustabæirnir ættu allir að njóta friðunar!. Það er ómetanlegt í nýrri hverfum að eitthvað standi eftir af eldri húsum líkt og er í Glerárþorpi og við byggingu Naustahverfis viku mörg eldri býli.
Allar myndirnar í þessari færslu eru teknar síðdegis þann sólríka þriðjudag 18.júní 2013.
Heimildir: Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Guðmundur Páll Steindórsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson. 2013. Byggðir Eyjafjarðar 2013. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 495
- Frá upphafi: 436890
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 327
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er að velta fyrir Naust hvað No er það sem var fjós og hlaða sem var breytt í munageymslur Minjasafnsins? Átta mig ekki á hvað no. á að vera miðað við mynd.
Björg Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 17:55
Það held ég að sé á Naustum 3, sem er einmitt eini af bæjunum sem ekki sést á yfirlitsmyndinni.
Arnór Bliki Hallmundsson, 8.7.2013 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.