Hitamistur í Eyjafirði

Eftir einmunablíðu hér norðan heiða í gær lá óvenju þykkt hitamistur yfir Eyjafirðinum seint í gærkvöldi. Ég ákvað því að skella mér í hjóltúr með myndavélina uppúr miðnættinu og hér er afraksturinn. Ég skellti mér upp Þórunnarstrætið og niður Spítalaveginn og svo norður eftir Hafnarstrætinu á Eyrina aftur.

P7100010  P7100011

T.v. Hlíðarskál í Hlíðarfjalli séð gegnum mistrið frá Brekkunni. Hægra megin er horft fram í Garðsárdal frá höfðanum við Fjórðungssjúkrahúsið, flugbraut Akureyrarflugvallar fyrir miðju.

P7100019  P7100028

Vinstra megin er horft yfir Oddeyrina og er það húsaröðin við Strandgötu sem er þar fremst. Drottningarbrautin sveigir þarna framan við Brekkuna. Hægra megin er ég hinsvegar kominn í Strandgötuna og horft fram Eyjafjörðinn.

Það eru alltaf einhver hús sem ég á eftir að mynda og fjalla um, en í leiðinni myndaði ég m.a. þrjú efstu húsin við Spítalaveg, nr. 17-21 og verða þau Hús dagsins einhvern tíma á næstu vikum...

P7100022  P7100020 P7100017


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 544
  • Frá upphafi: 420861

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 454
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband