7.8.2017 | 17:42
Endurbygging Gamla Apóteksins 2014 -17
Síðastliðin þrjú ár hefur Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, gengið í gegn um gagngerar endurbætur. Húsið, sem byggt er 1859, stendur á áberandi og fjölförnum stað í Innbænum, gegnt ísbúðinni Brynju. Þá blasir húsið við öllum þeim sem koma inn í bæinn að austan um Leiruveginn. Húsið var á sínum tíma eitt það stærsta og glæsilegasta á Akureyri og stóð auk þess hærra en húsin í nágrenninu. Var það allt hið glæsilegasta á 19.öld og fyrri hluta þeirrar 20. En í upphafi 21.aldar var húsið var orðið nokkuð illa farið; það var forskalað og "augnstungið" um miðja 20.öld og farið að láta verulega á sjá. Það hafði þó verið málað að utan um aldamótin, hvítt og þakið blátt (Lengi vel var húsið brúnleitt með rauðu þaki). En haustið 2014 hófust á húsinu gagngerar endurbætur. Þær voru vægast sagt flóknar og vandasamar, m.a. þurfti að steypa nýjan grunn. Var húsið þá híft með stóreflis krana og flutt á lóð Iðnaðarsafnsins þar sem það stóð frá 25.júní til 13.október 2015. Nú má heita að frágangi á ytra byrði hússins sé lokið og segja má að þetta 158 ára hús sé orðin bæjarprýði hin mesta. Ég fylgdist að sjálfsögðu með endurbótunum og myndaði með reglulegu millibili:
19.júní 2014.
5.október 2014. Verið að undirbúa jarðveginn; í orðsins fyllstu merkingu.
29.mars 2015. Búið að rífa burt "forskalninguna" og í ljós kemur gömul borðaklæðning. Hún fékk hins vegar einnig að fjúka- sem og útveggirnir eins og þeir lögðu sig.
Á Uppstigningardag, 14.maí 2015.
25.júní 2015. Apótekið híft með krana á "trailer". Þeirri framkvæmd lýsti ég í máli og myndum á sínum tíma.
7.júlí 2015. Apótekið gamla fékk að lúra undir asparlundi á plani við Iðnaðarsafnið, skammt sunnan Skautahallar tæpa fjóra mánuði. Á meðan var nýr grunnur steyptur á hólnum í kjafti Búðargils, þar sem húsið hafði staðið sl. 156 ár.
18.október 2015. Apótekið komið á nýjan grunn.
19.desember 2015.
1.ágúst 2016. "Allt að gerast".
21.september 2016. Nýtt þak í burðarliðnum og húsið farið að taka á sig mynd.
11.desember 2016. Nýtt þak komið og gluggar.
22.janúar 2017.
6.febrúar 2017; vinnupallar horfnir að mestu.
5.apríl 2017. Pallur risinn. Nú er þetta allt að koma!
Og svona lítur Gamla Apótekið, Aðalstræti 4, út þegar þetta er ritað þann 7.ágúst 2017. Það er mat þess sem þetta ritar, að endurbygging hússins hafi heppnast með eindæmum vel og mikil prýði af húsinu. Það hefur svo sannarlega endurheimt sinn fyrri glæsileika, en hér má sjá mynd af húsinu, frá síðari hluta 19.aldar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 29
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 552
- Frá upphafi: 444963
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu þakkir Arnór Bliki. Verðmæt skráning og sérstaklega skemmtileg.
Kær kveðja Kristín
Kristín Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2017 kl. 09:40
Sæll Arnór og þökk fyrir myndaröðina. Ég hef í laumi fylgst með endurbótunum. Húsið er nú sannkölluð bæjarprýði. Mér þykir þó örlítið leitt að húsið sé nú komið í ferðamannaútleigu. Ég hefði viljað sjá menningartengda starfsemi þrífast þar. Þetta hús og reyndar allur Innbærin ilmar af sögu Akureyrar.
Bestu kveðjur.
Sigurður.
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 9.8.2017 kl. 13:39
Kærar þakkir fyrir innlit og athugasemdir. Mér þótti það sannarlega ljúft og skylt að "færa þetta til mynda" og skrá á spjöld veraldarvefjarins. Og leyfa öðrum að njóta. Hvað nýtt hlutverk hússins varðar tel ég a.m.k. eitt alveg víst: Það kemur ekki til með að væsa um þá ferðalanga, sem gista Gamla Apótekið. :) Bestu kveðjur, Arnór Bliki
Arnór Bliki Hallmundsson, 9.8.2017 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.