7.3.2018 | 08:13
Hús dagsins: Fjólugata 18
Árið 1943 fékk Valtýr Þorsteinsson útgerðarmaður frá Rauðuvík á Árskógsströnd leyfi til að reisa hús á leigulóð sinni við Fjólugötu. Lóðina hafði hann fengið haustinu áður, var hún sögð næst sunnan við hús Gunnars Jónssonar, þ.e. Fjólugata 16. Valtýr fékk leyfi til að reisa hús samkvæmt framlagðri teikningu, sem undirrituð er af honum sjálfum. Húsið yrði tvær hæðir með flötu þaki, gólf og veggir úr steinsteypu og stærð 13x5,3 + 10x4,2m. Húsið er þannig byggt í tveimur álmum, sú fremri (syðri) styttri og í kverkum milli álma eru annars vegar svalir til suðvesturs og inngöngudyr í suðaustri.Valtýr Þorsteinsson var umsvifamikill útgerðarmaður og mun hafa starfrækt skrifstofur og framkvæmdastjórn fyrirtækis síns héðan um tíma. Hann stundaði einnig síldarsöltun, ásamt Hreiðari syni sínum setti hann á stofn Norðursíld á Raufarhöfn 1950. Hann byggði vélbátinn Gylfa EA 628 árið 1939 en hafði áður stundað veiðar á opnum bátum en Valtýr Þorsteinsson hf gerði út mörg fengsæl fiskiskip gegn um tíðina, m.a. Þórð Jónasson.
Húsin 16 og 18 við Fjólugötu voru í upphafi ekki óáþekk, nokkuð dæmigerð funkis-hús með flötum þökum. En síðar fékk nr. 16 valmaþak en á Fjólugötu 18 var þriðja hæðin byggð ofan á. Árið 1958 byggt var e.k. upphækkað valmaþak, eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar. Þriðja hæðin er þannig nokkurs konar millistig þakhæðar og fullgerðar hæðar, en en nokkur dæmi eru um svona viðbætur á hús hér í bæ; t.d. Munkaþverárstræti 12, sem ég hef ég tekið fyrir á þessum vef. Þessi þakgerð er nokkuð sérstæð, e.k. mansard valmaþaki. Mansardþök eru að því leytinu til sniðug, að undir þeim nýtist gólfflötur mikið betur heldur en undir hefðbundnum ris og valmaþökum. Á sama tíma var byggt við húsið, álma með lágu þaki að norðan og vestan og þar var þvottahús, eitt fyrir hvora hæð, auk miðstöðvarrýmis í kjallara. Árið 2006 skemmdust efri hæðir hússins í bruna en voru í kjölfarið voru þær endurnýjaðar frá grunni.
Fjólugata 18 er þrílyft steinshús með lágu valmaþaki (telja má þakhæð sem fullgilda hæð). Járn er á þaki en gluggapóstar 1. og 2. hæðar flestir þrískiptir lóðrétt með opnanlegu þverfagi í miðju en á þriðju hæð eru gluggar póstalausur með lóðréttu opnanlegu fagi, rúðulausum. Horngluggar til suðvesturs og svalir á þeim hornum, í kverkum milli fram og bakálmu. Húsið er í mjög góðri hirðu og lítur vel út. Þakhæðin gefur húsinu óneitanlega sérstakan svip. Myndin er tekin þann 7.janúar 2018, fyrir réttum og sléttum tveimur mánuðum þegar þetta er birt.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundagerðir 1941-48. Fundur nr. 924, 4.sept. 1942. Fundur nr. 945, 11.júní 1943. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 424
- Frá upphafi: 440781
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 202
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór. Það hafa verið fréttir um nýtt Hagahverfi á Akureyri og mynd af götuskiltinu Nonnahagi. En loftkortið sem tengist símaskránni á Já.is er orðið nokkurra ára gamalt, og nýjar byggingar og götur eru ekki komnar inn á kortið.
Hins vegar er Google Street View nýendurnýjað, í sumar+haust, bæði hér f. sunnan og á Akureyri. Nú langar mig að biðja þig að segja mér hvaða götu er best að fara með Google-farartækinu á vefnum til að komast að þessu nýja hverfi á Akureyri. Á ég að fara í norður, suður eða í vesturátt að fjallinu? Ég vissi ekki af þessu í sumar, og auk þess viðraði engan veginn til ferða í úthverfin.
Með kveðju og fyrirfram þökk, Ingibjörg
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 16:51
Sæl og blessuð.
Ég verð að viðurkenna, að Naustahverfi þekki ég einna síst af hverfum Akureyrar og hef meira að segja lent í því að villast þar . En hvað varðar nýjasta hlutan, Hagahverfi er líklega best að taka stefnuna í suðarátt. Finna Kjarnagötu og fylgja henni út fyrir trjábeltið, eins og leiðin liggi upp á Hamra, og þar ættirðu að finna götur sem liggja að Högunum. Eins og er, er að ég held aðeins tvær-þrjár fullbyggðar blokkir þar en þó nokkur hús í byggingu. Vona að þessar upplýsingar komi þér að notum.
Bestu kveðjur, Arnór Bliki.
Arnór Bliki Hallmundsson, 8.3.2018 kl. 22:48
Sæll aftur. Takk f. þetta. Ég vissi alls ekki hvort þetta væri við Naustahverfi, eða kannski við Hörgárbraut. Kjarnagata veit ég hvar er, og get prófað að fara út frá henni. Kveðja, Ingibjörg.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.