9.9.2018 | 14:42
Hús dagsins: Munkaþverárstræti 40
Munkaþverárstræti 40 reisti Steindór Steindórsson frá Hlöðum, menntaskólakennari, síðar skólameistari MA árið 1942. Teikningarnar gerði Tryggvi Jónatansson, en þau Steindór og kona hans Kristbjörg Dúadóttir gerðu uppkaststeikningar að herbergjaskipan. Munkaþverárstræti 40 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með lágu valmaþaki, undir áhrifum frá funkisstíl líkt og flest nærliggjandi hús með horngluggum til suðausturs. Á norðurhlið er lítið forstofuútskot. Í gluggum eru einfaldir lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum, steining á veggjum og bárujárn á þaki.
Ekki gat höfundur fundið byggingaleyfi til handa Steindóri í bókunum Byggingarnefndar, en lóðina fékk hann 5. maí 1942. Einhverra hluta vegna var það hins vegar lagt til á bygginganefndarfundi rúmum þremur vikum síðar, að honum yrði sagt upp lóðarleigu- og þar kom fram að lóðin væri óbyggð. Þannig má ráða, að byggingin hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig hvað varðar viðskiptin við Bygginganefnd. Steindór segir enda svo frá í sjálfsævisögu sinni Sól ég sá: Ég átti þá í ýmsu stríði við byggingarnefnd, og komst þá að raun um að byggingarnefndir eru ekki aðeins óþarfar, heldur oft og einatt til trafala. (Steindór Steindórsson 1983: 238). Fylgir sögunni, að hann lét þetta álit sitt óspart í ljós er hann settist í bæjarstjórn enda þá oftast í stríði og andstöðu við byggingarnefnd. Steindór segir í ævisögu húsið vera rúma 100 m2 á einni hæð með nokkru geymslurými í kjallara, og húsið byggt nákvæmlega eftir þeirra þörfum, hvorki of né van. Þau skipulögðu herbergjaskipan í uppkaststeikningum eftir þeirra þörfum og kemur fram að engu hefði verið breytt.
Steindór var afkastamikill fræðimaður á sviði náttúrufræði og grasafræði og liggja eftir hann fjölmargar greinar, rit og bækur. Eitt helsta uppflettirit þess sem þetta ritar í grúski um hús og götur er Akureyrarbók Steindórs þ.e. bókin Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs, gefin út 1993. Um er að ræða ítarlegt uppflettirit þar sem hver einasta gata og mörg örnefni og náttúrufyrirbrigði í landi Akureyrar er uppsláttarorð. Ítarlegast er fjallað um elstu húsin í bænum, s.s. við Aðalstræti, Hafnarstræti, Strandgötu o.fl. Þá er einnig að finna í bókinni örnefnakort af Akureyri og nágrenni, auk ágrips af jarðfræði og vistfræði bæjarlandsins og nágrennis. Sannkallað öndvegisrit, eins og svo mörg önnur skrif eftir Steindór. Hér má sjá opnuviðtal við Steindór í Degi frá ágúst 1982, en þá fagnaði hann áttræðisafmæli sínu.
Munkaþverárstræti 40 er sagt í upprunalegri mynd í Húsakönnun 2015, og hluti af hinni löngu og heilsteyptu heild funkishúsa við götuna og þá er einnig á lóðarmörkum upprunaleg, steypt girðing. Húsið er í góðu standi og lóðin vel hirt og gróin, en lítið fer fyrir gróanda á meðfylgjandi mynd þar eð hún er tekin í febrúar, nánar tiltekið þann 18. feb. 2018.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 908, 5. maí 1942. Fundur nr. 912, 29.maí 1942.
Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Steindór Steindórsson. (1983). Sól ég sá. Sjálfsævisaga II.bindi. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 23
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 209
- Frá upphafi: 441473
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.