5.4.2019 | 10:50
Hús dagsins: Holtagata 11
Holtagötu 11 byggði Jón Sólnes bankastjóri og síðar Alþingismaður árin 1939-40 eftir að Guðmundur Ólafsson hafði afsalað sér lóð og byggingarleyfi sínu til hans (sjá umfjöllun um Holtagötu 9). Hafði Guðmundur fengið byggingarleyfi fyrir steinhúsi, ca 8,6x7,20m að stærð, á einni hæð á kjallara undir hálfu húsinu og með einhalla (höllu) þaki úr timbri, járnklætt. Í október 1939 fær Jón samþykkta breytingu á húsinu, sem nefnd tekur að hafi verið til bóta, en ekki kemur fram í hverju sú breyting var fólgin.
Holtagata 11 er einlyft timburklætt steinsteypuhús með háu risi og miðjukvisti, sem þó er raunar mun nær austurstafni en þeim vestari. Um miðja 20. Öld þekktist sú aðferð að múrhúða eldri timburhús og var kallað forskalning. Í tilfelli Holtagötu 11 má segja að þessu sé snúið við, þar er steinhús er timburklætt. Segja má, að timburklæðningin ljái húsinu ákveðin sérkenni í miðri steinsteypuhúsaþyrpingu. Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum en bárujárn á þaki. Á austurhlið eru svalir á báðum hæðum.
Jón og Inga Sólnes bjuggu hér í ein níu ár eða til 1949, svo sem fram kemur í æviminningum hans, sem Halldór Halldórsson skráði (1984: 27). Þá fluttu þau í Bjarkarstíg 4, lítið eitt utar á Brekkunni þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Jón G. Sólnes (1910-1986) þarf eflaust vart að kynna fyrir mörgum lesendum en hann var valinkunnur fyrir hin ýmsu embættisstörf, bankastjóri, bæjarfulltrúi og Alþingismaður. Í hugum margra tengjast nöfn Jóns G. Sólness og Kröflu órjúfanlegum böndum en hann var einn helsti forvígismaður Kröfluvirkjunar, sat í fyrstu Kröflunefnd og var formaður og framkvæmdastjóri virkjunarinnar. Lög um Jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall voru samþykkt snemma í apríl 1974 og var virkjunin gangsett 1977. Eins og títt er með stórframkvæmdir mætti Kröfluvirkjun þó nokkurri andstöðu og hafði Vilmundur Gylfason þar mikið í frammi. Stóð Jón oft í stórræðum við byggingu Kröfluvirkjunar og ekki bara við andstæðinga hennar heldur jafnvel landvættina sjálfa; því á meðan byggingu virkjunarinnar stóð geisuðu hinir miklu Kröflueldar. Halldór Halldórsson skráði, sem áður segir, æviminningar Jóns G. Sólness í samnefndri bók og var hún gefin út af Erni og Örlygi árið 1984.
Á árunum 1997- 2000 var húsið allt tekið í yfirhalningu, byggð á það rishæð og flest allt endurnýjað. Breyttist þá nokkuð yfirbragð og stíll hússins og Engin ummerki funkisstílsins eru lengur á húsinu svo sem segir í Húsakönnun 2015 (Ak.bær, Teiknistofa Arkitekta 2015:134). En Húsakönnun metur breytingar í ágætum hlutföllum og að húsið líti vel út. Sá sem þetta ritar getur svo sannarlega tekið undir það. Sem hornhús tekur húsið þátt í götumyndum bæði Holtagötu og Hamarstígs. Sem fyrr segi hlaut húsið gagngerar endurbætur fyrir um tveimur áratugum er þetta áttræða hús nokkurn veginn sem nýtt og er til prýði í umhverfinu. Sömu sögu er að segja af lóðinni, sem prýdd er fjölbreytilegum runna- og blómabeðum og þá standa tvær stæðilegar furur austan og norðan við húsið. Ein íbúð mun í húsinu. Myndin er tekin þann 9. október 2018.
Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 842, þ. 18. sept. 1939. Fundur nr. 842, 6. Okt. 1939. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Halldór Halldórsson. (1984). Jón G. Sólnes. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 23
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 440
- Frá upphafi: 440797
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.