Hús dagsins: Helgamagrastrćti 12

Fjórum dögum fyrir Lýđveldisstofnun, eđa 13. júní 1944,P2240894 fengu ţeir Jónatan Davíđsson og Hjalti Friđfinnsson lóđ á horni austan Helgamagrastrćtis og sunnan Hamarstígs. Réttum tíu mánuđum síđar, 13. apríl 1945 var Jónatan veitt byggingarleyfi á lóđinni og fékk hann ađ reisa steinsteypt hús međ gólfum úr steinsteypu međ flötu steinţaki. Húsiđ yrđi tvćr hćđir og kjallari, 10,2 x 8,5m ađ grunnfleti auk útskots ađ sunnan, 1,4m x 4,8m. Teikningarnar ađ húsinu, sem fullbyggt var 1946, gerđi Páll Friđfinnsson.

Helgamagrastrćti 12 er tvílyft steinsteypuhús á lágum kjallara og međ valmaţaki, forstofubyggingu og steyptum tröppum á norđurhliđ og tvílyftri útbyggingu austanmegin á suđurhliđ og eru svalir í kverkinni milli álmanna. Steining er á veggjum og bárujárn á ţaki. Horngluggar funkisstefnunnar eru á báđum suđurhornum.

Elsta auglýsingin sem finna má á timarit.is um Helgamagrastrćti 12 er haustinu 1953, en ţar auglýsir Guđrún Stefánsdóttir „tek ađ mér ađ húllsauma“.  En Jónatan Davíđsson, sem byggđi húsiđ,bjó líkast til ekki mörg ár á Helgamagrastrćti 12 en hann var lengi vel bóndi á Fífilgerđi í Öngulstađahreppi. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ tvíbýlishús, hvor íbúđin á sinni hćđ og gera upprunalegar teikningar ráđ fyrir ţví fyrirkomulagi. Í upphafi var húsiđ međ flötu ţaki, en áriđ 1981 var byggt á húsiđ valmaţak eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Ađ öđru leyti er húsiđ ađ nćsta lítiđ breytt frá upphaflegri gerđ.

Helgamagrastrćti 12 er reisulegt hús í mjög góđri hirđu. Sem hornhús tekur ţađ ţátt í götumyndum Helgamagrastrćtis og Hamarstígs og er til mikillar prýđi í umhverfi sínu. Lóđin er innrömmuđ međ steyptum vegg međ járnavirki, og er sá veggur einnig í mjög góđri hirđu. Húsakönnun 2015 metur húsiđ međ varđveislugildi 1 sem hluta samfelldrar rađar funkishúsa. Myndin er tekin ţann 24. febrúar 2019.

Heimildir:

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á  slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr. 979, ţ. 13. júní 1944. Fundur nr. 1010, 13. apríl 1945. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • PC070970
 • PB240992
 • PB170988
 • PB030982
 • PA270988

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 215
 • Sl. sólarhring: 236
 • Sl. viku: 1156
 • Frá upphafi: 259471

Annađ

 • Innlit í dag: 111
 • Innlit sl. viku: 752
 • Gestir í dag: 109
 • IP-tölur í dag: 107

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband