Gleðilega páska

Óska öllum, nær og fjær, gleðilegra páska. laughing 

Páskamyndirnar eru tvær að þessu sinni, teknar um hálf ellefu í morgun, á páskadag, og eru þær teknar á Oddeyrartanga, neðarlega við Strandgötu. Önnur myndin er tekin fram fjörðinn, og sýnir Kaupangssveitina, Staðarbyggðarfjall og Tungnafjall, böðuð í páskasól. Á hinni er horft til Hlíðarfjalls og í forgrunni virðuleg húsaröðin við Strandgötu, ofar neðri Ytri Brekku. cool

P4120956

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P4120959  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Undarlegt að staðurinn skuli heita Kaupangur, en gatan á Akureyri KaupVANGSstræti. Hefurðu skýringu á þessu?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 13.4.2020 kl. 02:35

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl. Nei, ekki hef ég skýringar á þessu á hraðbergi. Einhvern veginn rekur mig minni til þess, að hafa heyrt skýringuna á þessu misræmi í því, að KaupVangsstræti heiti raunar ekki eftir bænum heldur verslunarsvæði þ.e. "kaupvangi; vettvangi kaupa" við Torfunefið. Og hvort að heitið KaupAngur sé upprunalega komið úr norsku eða dönsku ("Köbanger"?). En ekkert kann ég að fullyrða um þetta; sel ekki dýrara en ég keypti. Þess má svo geta, að á verslunarkjarninn við Mýrarveg á Brekkunni heitir KaupAngur, sbr. risastórt neonskilti sem prýðir bygginguna.   

Arnór Bliki Hallmundsson, 13.4.2020 kl. 10:53

3 identicon

Sæll aftur. Á Egilsstöðum er gata sem heitir Kaupvangur, og er einmitt á þeim stað þar sem byrjað var með verslun (Kaupfélagið), meðan þarna var bara smáþorp. Mér þykir líklegt að það sama gildi um Akureyri, að slíkt hafi verið við Torfunef.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 13.4.2020 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 225
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband