1.5.2020 | 11:59
Hús dagsins: Hólabraut 18
Við bregðum okkur af "rúntinum" svokallaða við Skipagötu út á sunnan- og ofanverða Oddeyri en þar, undir brekkurótum liggur Hólabrautin frá Gránufélagsgötu að Akureyrarvelli. Í hugum margra telst sá hluti Oddeyrar sem liggur ofan (vestan) Glerárgötu, þ.m.t. Hólabrautin, til Miðbæjarins.
Hólabraut 18 reisti Guðmundur Tómasson byggingameistari árið 1944. Hann fékk aðra lóð austanmegin Hólabrautar, norðan Gránufélagsgötu auk byggingarleyfis snemma árs 1943. Fékk hann að reisa hús úr steinsteypu, tvær hæðir á lágum grunni með valmaþaki, 10,4x7,85m, auk útskots að vestan, 4,7x1,2m. Hann óskaði jafnframt eftir að fá leyfi til að reisa 7x11m skúr á baklóð. Það fylgir raunar sögunni, að hann hafði þegar hafið byggingu skúrsins, og hefði þurft leyfi fyrir honum fyrirfram. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson, en viðbyggingu teiknaði Guðmundur Gunnarsson.
Hólabraut 18 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki en einfaldir þver- eða lóðréttir póstar í flestum gluggum. Byggt var við húsið 1955 og er sú viðbygging samliggjandi næsta húsi, Hólabraut 16, þar sem ÁTVR (Ríkið) er til húsa. Á efri hæð, sunnanmegin eru voldugar steyptar svalir, sem standa á stólpum og mynda þar með skýli við inngang neðri hæðar.
Skagfirski trésmiðurinn og kexsmiðjuforstjórinn Guðmundur Tómasson er sjálfsagt orðinn lesendum þessarar vefsíðu að góðu kunnur. Að ekki sé minnst á þá lesendur sem e.t.v. þekktu hann persónulega. Guðmundur teiknaði og byggði þó nokkur hús á Akureyri áratugina 1930-50, og starfrækti verkstæði og smíðaði m.a. líkkistur. Á meðal annarra húsa Guðmundar má nefna Helgamagrastræti 23 og Skipagötu 2, sem var einmitt umfjöllunarefni þar síðasta pistils hér. Þeir bræður Eyþór (löngum kenndur við Lindu) og Guðmundur Tómassynir starfræktu á Hólabraut 18 trésmíðaverkstæði. Í Degi þann 19. mars 1947 mátti einmitt sjá auglýsingu þess efnis, að líkkistuvinnustofa þeirra væri flutt í Hólabraut 18. En fleira var smíðað á Hólabraut 18 um miðja 20. öld. Eflaust kannast einhverjir við hin sígildu Leifsleikföng. Þau voru smíðuð og framleidd á Hólabraut 18 en Baldvin Leifur Ásgeirsson frá Gautstöðum á Svalbarðsströnd bjó hér um árabil og starfrækti fram til 1960 leikfangasmiðju sína, téð Leifsleikföng. Leikföngin voru afar vinsæl og sannkölluð barnagull, en á þessum árum var innflutningur á slíkum gripum smár í sniðum, svo ekki sé meira sagt. Þá rak Baldvin hér síðar þvottahúsið Mjallhvíti. Einnig var hér starfrækt fyrir Olivetti ritvélar og reiknivélar á áttunda áratugnum. Þá hafa margir átt og búið í Hólabraut 18 um lengri og skemmri tíma. Nú eru í húsinu þrjár íbúðir.
Hólabraut 18 er reisulegt og glæst hús og í mjög góðri hirðu. Húsakönnun fyrir reit þann er afmarkast af Hólabraut í vestri, Gránufélagsgötu í suðri, Laxagötu í austri og Smáragötu í norðri var unnin árið 2011. Þar telst húsið ekki hafa sérstakt varðveislugildi umfram önnur, en götumynd Hólabrautar talin hafa nokkurt gildi. Ekki er annað hægt en að taka undir það, enda Hólabrautin skemmtileg og áhugaverð götumynd, enda þótt stutt sé. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 945, 23. jan. 1943.
Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 329
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.