28.5.2020 | 18:06
Hús dagsins: Hólabraut 16
Hólabraut 16 er íbúðar- og verslunarhúsnæði, byggt í áföngum 1945-53 af þeim Eyþóri og Guðmundi Tómassonum. Þá var byggt við húsið 1986 og 2014. En árið 1945 fékk Guðmundur Tómasson leyfi til að reisa íbúðarhús á lóð sinni við Hólabraut. Um var að ræða hús úr steinsteypu með steingólfum og járnklæddu valmaþaki úr timbri, tvær hæðir á lágum kjallara, 15x8,8m að grunnfleti auk útbyggingar að austan 8x6,3m. Bygginganefnd setti hins vegar ófrávíkjanlegt skilyrði, að steinþak væri á húsinu. Og árið 1948 mun húsið hafa verið fullbyggt, þ.e. elsti hluti þess. Guðmundur gerði sjálfur teikningarnar að fyrsta áfanga hússins. Það var hins vegar í júlí 1953 sem Eyþór fær, fyrir hönd súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu leyfi til að reisa 2 hæða álmu að stærð 14x8m á austur og suðurtakmörkum lóðarinnar Hólabrautar 16. Árið 1949 hafði Eyþór nefnilega stofnað hina valinkunnu súkkulaðiverksmiðju í húsinu og eðlilega þurfti starfsemin að stækka við sig. Var þá byggt við húsið til austurs og suðurs, líkt og fram kemur í byggingalýsingum og var sá hluti hússins með háu valmaþaki. Teikningarnar að þeirri álmu gerði Snorri Guðmundsson.
Hólabraut 16 er tvílyft steinsteypuhús með flötu þaki og háu valmaþaki að hluta. Syðst og vestast er einlyft útbygging með svölum á þekju. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki. Einfaldir póstar eru í gluggum en verslunargluggar á suðurhluta neðri hæðar.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda var starfrækt hér allt til ársins 1962 að hún flutti í nýbyggt stórhýsi utar á Oddeyrinni þ.e. við Hvannavelli (sjá mynd hér að neðan) sem síðan er þekkt sem Linduhúsið. En þeir bræður frá Bústöðum í Austurdal í Skagafirði, Eyþór og Guðmundur Tómasson starfræktu á tímabili hvor sína verksmiðju, þ.e. kexverksmiðjuna Lorelei og Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu. Eyþór Tómasson (1906-1988) var ævinlega kallaður Eyþór í Lindu og var hann mikils metinn athafnamaður hér í bæ. Líkt og oft vill verða með slíka heiðursmenn var hann einnig mikill karakter og mörg fleyg orð eftir honum höfð. Hann mun t.d. hafa fullyrt að ekki væru allir peningar til fjár og inntur eftir hvað hann hafði fengið í hádegismat mun hann hafa svarað af bragði þetta voru bölvaðar sellur [gellur]. Árið 2009 kom út bókin Kvistagöt og tréhestar eftir Jón Hjaltason (sjá heimildaskrá), en hún er safn af kímni- og gamansögum af hinum ýmsu nafntoguðu heiðursmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar er m.a. að finna kafla um Eyþór í Lindu. Mælir greinarhöfundur eindregið með þeirri lesningu- og raunar téðri bók í heild sinni. Sælgætisgerðina Lindu þarf vart að kynna fyrir lesendum, eða Lindubuffin, Ískexið og Lindukonfektið sem landsmenn hafa maulað sl. áratugi við mörg tækifæri. Enn eru mörg vörumerki Lindu framleidd en verksmiðjan sameinaðist Góu í Hafnarfirði árið 1993. Linda er nefnd í hinu sígilda Vor Akureyri, texta Kristjáns frá Djúpalæk við erlent lag, sem Hljómsveit Ingimars Eydal gerði ódauðlegt árið 1968.
Við höfum Lindu/ Við höfum KEA
Og heilsudrykkinn Thule, Amaro og SÍS.
Síðastliðna áratugi hefur verslun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eða í daglegu tali manna Ríkið verið starfrækt á neðri hæð hússins en íbúð er á efri hæð. Árið 1986 var byggt við húsið til suðurs, anddyri verslunar og svalir ofan á og um 2014 var byggt við verslunarhúsnæðið til austurs. Húsið sem slíkt er ekki talið hafa varðveislugildi en tekur þátt í götumynd Hólabrautar sem talin er varðveisluverð. Hólabraut 16 er í mjög góðri hirðu, enda hefur tiltölulega nýlega verið byggt við húsið. Hlaut húsið um leið hinar ýmsu endurbætur, auk þess sem því hefur líkast til alla tíð verið vel við haldið. Myndin af Hólabraut 16 er tekin þann 19. janúar 2020 en myndin af Linduhúsinu við Hvannavelli 14, er tekin fyrr í dag, 28. maí 2020.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr. 1172, 17. júlí 1953.
Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Guðjón Ingi Eiríksson. 2018. Ekki misskilja mig vitlaust; misskilningur og ambögur. Reykjavík: Hólar.
Jón Hjaltason. 2009. Kvistagöt og tréhestar. Akureyri: Völuspá.
Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 329
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.