Hús dagsins: Hólabraut 22

Hólabraut 22 munu þau Eiríkur Einarsson og Rut Ófeigsdóttir hafa reist árið 1947.P1190963 Við yfirferð á bókunum bygginganefndar fann sá sem þetta ritar hvergi bókun sem átt gæti við Hólabraut 22. En húsið er byggt árið 1947 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar og það sama ár eru íbúar hússins skráðir téð Eiríkur og Rut.

Hólabraut 22 er steinsteypuhús af þeirri gerð sem algeng var um miðja 20. öld, tvílyft með lágu valmaþaki og horngluggum í anda funkisstefnunar. Útskot er á suðurhlið með áföstum svölum á efri hæð.

Þau Eiríkur og Rut höfðu áður verið bændur að Sveinsstöðum, Breiðagerði og Lýtingsstöðum áður en þau fluttu til Akureyrar. Þau byggðu fáeinum árum húsið að Laxagötu 7 en fluttu svo yfir bakgarðinn, ef svo mætti segja, því það hús stendur næst austan við Hólabraut 22. Eiríkur hafði um tíma umsjón með auglýsingum og afgreiðslu fyrir blaðið Íslending. Þannig birtast margir tugir niðurstaða á timarit.is fyrir heimilisfangið Hólabraut 22 á timarit.is, þar eð heimilisfangi Eiríks var getið í hverju blaði árin 1950-52. Eiríkur Einarsson mun hafa verið mikill hagyrðingur og hér má sjá nokkrar vísur eftir hann. Eiríkur lést langt fyrir aldur fram árið 1952, en Rut bjó áfram allt til dánardægurs, 1981. Hún mun hafa selt mönnum fæði heima m.a. námsmönnum. Slíkt var raunar ekki á óalgengt á áratugunum um og eftir miðja 20. öld, að húsmæður seldu mönnum fæði á matmálstímum; kostgöngurum sem kallaðir voru. Var enda lítið, svo ekki sé meira sagt, um skyndibitastaði eða hádegishlaðborð á þeim tíma. Margir hafa búið hér og átt húsið eftir tíð Eiríks og Rutar, en húsið hefur líkast alla tíð verið tvíbýli.  

Hólabraut 22 er reisulegt og traustlegt hús í mjög góðri hirðu. Líkt og húsin austan Hólabrautar er það ekki talið hafa afgerandi varðveislugildi eitt og sér, en hluti heildar sem hefur nokkurt varðveislugildi. Tvær í búðir eru á húsinu, ein á hvorri hæð. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.  

Heimildir:

Manntal á Akureyri  (spjaldskrá) 1941-50. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 420934

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 198
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband