3.6.2020 | 14:30
Hús dagsins: Skipagata 4
Af Hólabrautinni færum við okkur spölkorn til suðurs og tökum upp þráðinn í Skipagötu, við steinsteypt stórhýsi á níræðisaldri sem um áratugaskeið hýsti valinkunna kjörbúð...
Árið 1933 fékk Jónas Stefánsson leyfi til að reisa hús næst sunnan við Guðmund Tómasson (Skipagata 2) 10x9,5m, þrjár hæðir með háu risi. Hugðist hann aðeins reisa tvær hæðir í þessum fyrsta áfanga en það gilti um flest stórhýsin sem risu við Skipagötu og Ráðhústorg áratuginn 1930-40, að þau voru reist í áföngum, oftar en ekki aðeins fyrsta hæð eða tvær hæðir af fjórum. Hönnuður hússins er ókunnur en freistandi að giska á Halldór Halldórsson eða Tryggva Jónatansson.
Skipagata 2 er fjögurra hæða steinsteypuhús með einhalla, aflíðandi þaki. Efsta hæð er inndregin að framan, og eru þar svalir endilangri hliðinni. Á bakhlið eru svalir fyrir miðju á 2.- 4. hæð. Á þaki er þakpappi og veggir múrsléttaðir en skiptir þverpóstar í gluggum. Á jarðhæð eru götusíðir verslunargluggar. Húsið er inni í miðri sambyggðri húsaröð, á milli húsa nr. 2 og 6 við Skipagötu og er syðst í fjögurra hæða hluta þessarar húsaraðar, en Skipagata 6 er á tveimur hæðum. Fljótt á litið er e.t.v. ekki greinilegt hvar Skipagata 2 endar og Skipagata 4 byrjar en á meðfylgjandi mynd er það líklega greinilegast á þakbrúninni, sem er eilítið hærri á nr. 2 (t.h. á myndinni).
Jónas Stefánsson opnaði innrömmunarverkstæði í húsinu árið 1934, þegar það var nýbyggt og starfrækti það í nokkur ár og auk þess var þarna rakarastofa Sigtryggs Júlíussonar. Jónas og kona hans Bjarnveig Magnúsdóttir bjuggu hér um áratugaskeið og Jónas allt til dánardægurs, 1969. Lengst af, eða frá 1945 og fram yfir 2010 var starfrækt í Skipagötu verslunin Hafnarbúðin sem síðar hét Hólabúðin. (Strangt til tekið var ekki um sömu búð að ræða, þar eð sú fyrrnefnda varð gjaldþrota árið 1983 og Hólabúðin stofnuð í sama húsnæði. Í hugum flestra eru þessar tvær verslanir hins vegar sem eitt). En Hafnarbúðina opnaði Páll A. Pálsson í lok júní 1945. Hafnarbúðin/Hólabúðin var smá matvöruverslun eða kjörbúð eða bara einfaldlega kaupmaðurinn á horninu og hafði mjög sterkan karakter og sjarma. Síðustu árin var Hólabúðin að mestu sérsverslun með víngerðarvörur, en þó mátti grípa þar mjólkurlítra og sælgæti fram á síðasta dag. Margir eiga ljúfar og góðar minningar um Hafnarbúðina/Hólabúðina og kaupmanninn geðþekka Yngva Loftsson, sem þarna stóð vaktina í meira en hálfa öld. Hólabúðin var starfrækt allt til haustsins 2013. Nú er á jarðhæðinni starfrækt kaffihúsið Berlín en efri hæðirnar eru gistirými.
Skipagata 4 er reisulegt og glæst hús, líkt og húsasamstæðan öll við Skipagötu og Ráðhústorg, sem eru dæmi um stílhrein og glæst, steinsteypt stórhýsi. Í Húsakönnun frá 2014 er húsið ekki tekið sérstaklega tekið fyrir; en birtist þar á mynd með Skipagötu 2. Þar er Skipagata 2 metið með ótvírætt varðveislugildi og trúlega óhætt að draga þá ályktun, að það hljóti líka að eiga við Skipagötu 4. Eru húsin enda næsta áþekk og sambyggð. Húsið er nokkurn veginn óbreytt frá upphaflegri gerð og er í góðri hirðu, ekki langt síðan það var málað. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir:
Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1930-1935. Fundur nr. 705, 17. ágúst 1933. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 329
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.