Hús dagsins: Skipagata 6

Skipagötu 6 reisti Eyþór Tómasson forstjóri P1190977og athafnamaður,löngum kenndur við súkkulaðiverksmiðjuna Lindu,  árin 1939-40. En í maí 1939 fær hann næstu lóð norðan við Konráð Kristjánsson [Skipagata 8] og tæpu ári sækir hann um að reisa þar hús, og er það heimilað.  Húsið yrði tvær hæðir úr steinsteypu með skúrþaki en bygginganefnd setur það skilyrði, að húsið „[...]þarf að geta verið 3 hæðir“. Sú krafa var gerð á öll hús við vestanverða Skipagötu, sem tengdust sambyggingunni við Ráðhústorg-Skipagötu.  Hins vegar er það svo, að 80 árum síðar er Skipagata 6 enn tveggja hæða. Vorið 1941 fær Eyþór að breyta útliti hússins, m.a. gluggaskipan á framhlið og byggja svalir að vestan. Teikningar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson.

Skipagata 2 er tvílyft steinsteypuhús með aflíðandi, einhalla þaki undir kanti sem hæstur er götumegin (þak virðist þannig flatt, séð frá götu). Á veggjum er steiningarmúr, þak er pappaklætt en einfaldir þverpóstar í gluggum en „verslunargluggar“ á götuhæð. Port eða undirgöng liggja gegn um húsið syðst á mörkum þess og Skipagötu 8.

Líkt og flest hús við Skipagötu hefur Skipagata 6 verið frá upphafi þjónustu- og íbúðarhús. Þegar heimilisfanginu er flett upp á timarit.is birtast 1126 niðurstöður þar sem heimilisfangið hefur komið fyrir á prentmiðlum. Elsta niðurstaðan er frá 14. september 1939, þar sem Torfi Maronsson auglýsir opnun nýrrar nuddstofu í Skipagötu 6. En hins vegar er það í júlí 1941 sem Eyþór Tómasson flytur smíðaverkstæði sitt hingað  en hann smíðaði m.a. líkkistur.  Og skömmu síðar, eða 1. ágúst 1941 er auglýst í Íslendingi, að Gufupressun Akureyrar sé flutt hingað. Síðar á sama ári auglýsir Eyþór opnun verslunar sinnar við Skipagötu 6  þar sem hann verslar m.a. með „Hreinlætis- og vefnaðarvöru, tóbaks og sælgætisvörur og margt fleira“. Hlaut verslun Eyþórs nafnið London. Árið 1956 auglýsir Eyþór hann verslunina London til sölu eða leigu. Mögulega hafði hann í hyggju að einbeita sér að öðrum rekstri, en átta árum áður hafði hann stofnað súkkulaðiverslunina Lindu. Síðan hafa margir verslað hér í lengri eða skemmri tíma. Á sjöunda áratugnum var Verslunin Rún þarna til húsa, skóverslun og á 9. Og 10. áratugnum var verslunin Heilsuhornið þarna til húsa. En hún sérhæfði sig, eins og nafnið gefur til kynna, í verslun með hinar ýmsu heilsuvörur og hollar matvörur (er enn starfrækt á Glerártorgi undir nafni Heilsuhússins). Svo fátt eitt sé nefnt. Nú er starfrækt í Skipagötu 6 verslunin Sirka og íbúð á efri hæð.  

Skipagata 6 er mikið lægra en næstu hús norðan við í Skipagötu-Ráðhústorgs samstæðunni en engu að síður reisulegt og glæst hús. Í Húsakönnun frá 2014 er húsið ekki tekið sérstaklega tekið fyrir; en nærliggjandi hús og húsin handan Skipagötu metin með ótvírætt varðveislugildi. Ekki væri óeðlilegt að álykta, að slík eigi einnig við um Skipagötu 6. Húsið mun  nokkurn veginn óbreytt frá upphaflegri gerð og er í góðri hirðu og er í mjög góðri hirðu og er til mikillar prýði í umhverfinu, sem beinlínis mótast af húsunum. Litasamsetning götuhæðar (hvítur/ljósgrænn) gefur húsinu gefur húsinu skemmtilegan svip. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1935-1941. Fundur nr. 833, 5. maí 1939. Fundur nr. 848, 13. apríl 1940. Fundur nr. 872, 26. apríl 1941. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 257
  • Frá upphafi: 420940

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband