15.6.2020 | 21:19
Hús dagsins: Skipagata 7
Skipagata 7 var um áratugaskeið útvörður eystri Ráðhústorgs- Skipagötu húsasamstæðunnar í suðri, eða allt þar til Skipagata 9 reis af grunni 1998. En Skipagötu 7 reisti Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, árið 1942. Það var 13. febrúar það ár, að Jakob Frímannsson forstjóri félagsins fékk byggingarleyfi næst norðan við Benedikt Ólafsson [Skipagötu 5], hús byggt úr járnbentri steinsteypu 10,65x11m. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson. Skipagata 7 er þrílyft steinsteypuhús með einhalla aflíðandi þaki. Á jarðhæð eru verslunargluggar en þverpóstar í gluggum efri hæða. Veggir eru múrsléttaðir en pappi á þaki.
Þann 8. maí 1942 ákvað Byggingarnefnd Akureyrar að breyta númerum við Skipagötu. Skyldi þau öll lækka um 2, þ.e. að Skipagata 3 yrði 1 og nr. 5 yrði 3. Skipagata 7, sem þá hefur væntanlega verið í byggingu, yrði þá nr. 5. Benedikt Ólafsson málarameistari í Skipagötu 5 var alls ekki sáttur við þessar breytingu og hélt gamla númerinu ætíð til streitu. Hins vegar virðist þetta hús almennt vera talið nr. 5, sbr. auglýsingu frá 3. maí 1945 þar sem segir að rakarastofa Jóns Eðvarðssonar sé [...] flutt í ný, vistleg húsakynni í Skipagötu 5, hið nýja hús KEA.
Ef Skipagötu 7 er flett upp á timarit.is finnast aðeins tvær auglýsingar um heimilisfangið á Akureyri (Skipagata 7 er einnig á Ísafirði) frá 5. áratugnum, Þær eru frá júlí 1943 þar sem Ásgrímur Stefánsson auglýsir eftir starfsstúlkum á prjónastofu sína. En svo virðast númerin smám saman festast í sessi eftir því sem árin og áratugirnir líða. Það er hins vegar ekki gott að átta sig á því, þegar heimildir á fyrrnefndum gagnagrunni, timarit.is, eru skoðaðar um hvora Skipagötu 5 er að ræða. Sjálfsagt muna margir lesendur eftir valinkunna veiðarfæraverslun Gránu í Skipagötu 7 en hún var stofnuð í ársbyrjun 1956. Grána er raunar ýmist auglýst í Skipagötu 5 eða Skipagötu 7 fyrsta áratuginn eða svo, en eftir 1965 er hún aðeins sögð í nr. 7. Það segir hins vegar haft orðrétt úr Ársskýrslu Kaupfélags Eyfirðinga, í Degi í júní 1957, að kaupfélagið hafi í félagið við Slippstöðina opnað nýja verslun með útgerðarvörur í húsnæði félagsins við Skipagötu 7. Þannig að a.m.k. innan raða Kaupfélagsins hefur númer hússins verið kýrskýrt. Húsið hefur alla tíð verið í senn verslunar- og þjónustuhúsnæði og íbúðir á efri hæðum. Um árabil var í húsinu téð verslun Grána og verslunarstjóri lengi vel Herluf Ryel. Einhvern tíma heyrði greinarhöfundur sögu af einum (jafnvel fleirum) sem fór inn í Gránu og spurði hvort til væru herlúffur. Fylgdi sögunni, að Herluf mun ekki hafa haft húmor fyrir því.
Líkt og flest húsin við Skipagötu hefur Skipagata 7 hýst margs konar verslun og þjónustu gegn um tíðina og á efri hæðum skrifstofurými Árið 1978 keyptu Verkalýðsfélagið Eining og Lífeyrissjóðurinn Sameining húsið og höfðu þar aðsetur um nokkurra skeið. Nú er á jarðhæð hússins Gleraugnaþjónustan, lögmannsstofur á annarri hæð og íbúð á þriðju hæð.
Húsið er látlaust og einfalt stórhýsi og setur svip sinn á umhverfið, sem hluti hinnar löngu húsasamstæðu sem teygir sig frá Ráðhústorgi og meðfram Skipagötu austanmegin. Raunar nær þessi röð á Strandgötu, þar sem hið valinkunna Nýja Bíó er áfast þessari sömu röð. Húsið er metið með ótvírætt varðveislugildi sem hluti húsaraðar, sem er [...]einn mikilvægasti þátturinn í svipmóti miðbæjarins (Landslag arkitektastofa 2014: 54) Þessi húsaröð er hluti fyrirhugaðar randbyggðar samkvæmt fyrsta Aðalskipulagi bæjarins árið 1927, og ein af fáum minnisvörðum þetta fyrsta skipulag. Húsið er í stórum dráttum óbreytt frá upphafi að ytra byrði og er í mjög góðri hirðu. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1941-1948. Fundur nr. 897, 13. feb. 1942. Fundur nr. 909, 8. maí 1942. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 329
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór, ef númerin hafa átt að LÆKKA, hefur væntanlega nr.3 átt að verða 1, 5>3 og 7>5.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 14:30
Sæl og blessuð.
Jú, rétt til getið :) búinn að leiðrétta þetta. Þakka ábendinguna.
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 16.6.2020 kl. 21:15
Sæll aftur. Á loftkortinu og þegar gatan er skoðuð 360°, sjást bara nr.1, 5, 7 og 9, en ekki nr.3.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 22:31
Sæl aftur.
Eftir því sem mér skilst, vildi upprunalegi eigandi Skipagötu 5 ekki gangast inn á númerabreytingu þá sem nefnd er hér að ofan og hélt sínu striki, hvað sem tautaði og raulaði. En engu að síður varð Skipagata 1 (sem hefði þá skv. upprunalegu skipulagi orðið 3) alla tíð nr. 1. Með tímanum virðist hafa komist hefð á þá númeraröð, að 3 einfaldlega væri ekki til staðar heldur kæmi 1-5-7 o.s.frv. (Á tímabili virðist jafnvel um tvö hús nr. 5 að ræða en fljótlega varð "syðra 5" að 7). Það er svosem alls ekkert einsdæmi í eldri götum Akureyrar, að eitt og eitt númer vanti inn í húsaröð ;)
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 18.6.2020 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.