19.6.2020 | 09:59
Hús dagsins: Skipagata 8
Í ársbyrjun 1939 var Konráð Kristjánssyni heimilað að reisa verslunarhús við Skipagötu á lóð sem honum hafði verið leigð. En Konráð fékk að reisa hús 9x11m að stærð, tvær hæðir á lágum grunni, veggir, loft og gólf úr járnbentri steinsteypu. Konráð sótti um að fá að byggja íbúðarhús og verslunarhús, en vegna skipulagsmála var ekki heimilt að byggja íbúðarhús á þessum stað. Húsið mátti hins vegar vera verslunar- og skrifstofuhús. Teikningar, sem ekki eru aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu, mun Tryggvi Jónatansson hafa gert. Öfugt við öll hin húsin, nyrst við vestanverða Skipagötu, var ekki gerð sú krafa, að húsið þyrfti að vera hærra en þessar tvær hæðir. Kemur það líklega til af því, að húsið var byggt frístandandi, þ.e. það tengdist ekki Ráðhústorgs- Skipagötusamstæðunni fyrr en Eyþór Tómasson byggði Skipagötu 6. Síðarnefnda húsið var hins byggt með skilyrðum, um að það gæti orðið þrjár hæðir. (Þriðja hæð þess húss er þó enn ekki risin, 80 árum síðar).
Skipagata 8 er tvílyft steinsteypuhús með einhalla, aflíðandi þaki undir háum þakkanti, stölluðum á gafli. Gluggar eru með einföldum þverpóstum og verslunargluggar á jarðhæð. Fjórar gluggar á efri hæð eru rammaðir inn að ofan og neðan með steyptum böndum ofan og neðan við. Þak er pappaklætt, steiningarmúr á framhlið en sléttur múr á gafli. (Gafl er aðeins einn, að sunnanverðu, þar eð húsið er áfast öðru húsi að norðan) Húsið er útvörður sambyggðrar húsaraðar við sunnanvert Ráðhústorg og vestanverða Skipagötu 8.
Konráð Kristjánsson, sem byggði húsið, var frá Stóru- Gröf í Skagafirði. Hann var járnsmiður og kaupmaður og fékkst m.a. við reiðhjólaviðgerðir og starfrækti þarna Reiðhjólaverkstæði Akureyrar. Hann hafði tæpum áratug fyrr byggt Skipagötu 1. Konráð flutti verkstæði sitt hingað á neðri hæð og bjó efri hæðinni ásamt konu sinni, Láru Sigfúsdóttur, og börnum. Lára var úr Öxnadalnum, uppalin á Steinsstöðum. Bjuggu þau hér um áratugaskeið. Árið 1940 kom sér fyrir í húsinu Lt. De Couter. Var hann skipaður af stjórn breska setuliðsins, og honum ætlað að taka til athugunar kvartanir, sem fram kunna að koma í sambandi við veru þess [setuliðsins] hér Hafði téður lautitant skrifstofu á Skipagötu 8 og auglýsti viðtalstíma á þriðjudögum milli kl. 10 og 12. Vorið 1942 hóf Sigtryggur Helgason rekstur gullsmíðastofu sinnar hér og var hún hér til húsa um árabil og lengst af í félagi við Eyjólf Arnarson. Árið 1953 byggðu þau Konráð og Lára bílskúr á baklóðinni, eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Síðustu áratugina hefur hin valinkunna Ljósmyndastofa Páls A. Pálssonar verið til húsa á neðri hæð hússins og enn er íbúð á efri hæð.
Umfjöllun um hús nr. 4-8 virðist ekki að finna í Húsakönnun 2014, en húsin yst við Skipagötu hljóta þar ótvírætt varðveislugildi sem mikilvæg heild. Fullkomlega eðlilegt þætti síðuhafa, að álykta að sama hljóti að gilda um Skipagötu 8. Húsið er líklega að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði og í góðri hirðu. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1935-1941. Fundur nr. 828, 12. jan 1939. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 422
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 329
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.