Hús dagsins: Skipagata 9

Yngsta húsið við Skipagötu er stórhýsið Skipagata 9.P1190976 Hér er um að ræða hús,  árin 1996-97, áfast Skipagötu 7, sem lengst af var útvörður eystri Ráðhústorgs-Skipagötusamstæðunnar í suðri. Þarna stóð áður vöruskemma í eigu KEA, en hún var fjarlægð á níunda áratugnum. Stóð lóðin auð í tæpan áratug og vakti nokkrar umræður á tímabili  en árið 1996 hófst bygging stórhýsis Sparisjóðs Norðlendinga. Skipagata 9 er steinhús á fjórum hæðum með flötu þaki. Stendur það á horni Skipagötu og Hofsbótar, og er suðurhliðin bogadregin meðfram síðarnefndu götunni. Húsið er að mestu álklætt og þakdúkur á þaki, en efsta hæð er að mestu glerjuð.  Efsta hæðin er inndregin að vestan og sunnan og þannig myndast svalarými þar meðfram.

Teikningarnar að Skipagötu 9 gerði Ágúst Hafsteinsson bygginguna annaðist SS Byggir. Sparisjóður Norðlendinga kom sér fyrir á jarðhæð og var þarna til húsa fram undir 2015, en rann í millitíðinni inn í BYR. Á efri hæðum eru upphafi skrifstofurými og hin ýmsu fyrirtæki (m.a. lögmannsstofur, fasteignasölur, verðbréfafyrirtæki o.fl.) haft þar aðstöðu. Þá eru fjórar íbúðir á efstu hæð. Síðustu ár hefur verslun 66°N verið á jarðhæð hússins, þar sem Sparisjóðurinn var áður.

Þegar byggðar eru nýbyggingar inn í rótgrónar götumyndir er oft mesta þrautin sú, að hin nýja bygging falli nokkuð þokkalega að þeirri byggð sem fyrir er. Í tilfelli Skipagötu 9 hefur þetta heppnast býsna vel. Húsið fellur ágætlega inn í götumynd Skipagötu og Hofsbótar, er hvorki of hátt né frábrugðið að gerð. Hönnun hússins virðist að mörgu leyti taka mið af húsaröðinni við Skipagötu.  Skipagata 9 er hið glæstasta stórhýsi og frágangur þessa allur hinn snyrtilegasti. Húsið stendur á horninu við Hofsbót og tekur þátt í götumynd beggja gatna. Um þetta horn liggur hinn valinkunni „rúnthringur“ Miðbæjarins og kallast og ekki óalgengt að „rúntarar“ tali sín á milli um BYR-planið (áður Sparisjóðsplanið). Þar hefur síðustu árin ríkt sú hefð, að stoppa og eiga saman tal á milli bíla. Húsakönnun 2014 telur húsið hafa gildi fyrir götumynd beggja gatna en metur húsið ekki með verulegt varðveislugildi, enda á slíkt að öllu jöfnu frekar við um eldri hús. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1935-1941. Fundur nr. 828, 12. jan 1939. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 420934

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 198
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband