24.10.2020 | 18:07
Hús dagsins: Gránufélagsgata 49
Oddeyrartangi gengur suðaustur úr Oddeyri. Þar eru að mestu iðnaðar- og verkstæðishús og hafa verið svo frá fornu fari. Raunar frá upphafi byggðar á Oddeyri, en elstu húsin þar eru einmitt hús verslunarfélagsins Gránufélagsins við Strandgötu, byggð 1873. Við það félag er kennd Gránufélagsgata, sem liggur samsíða Strandgötu frá austri til vestur og þverar Oddeyrina allt frá brekkurótum niður að tanga. Á horni götunnar og Laufásgötu standa tvö verkstæðis- og íbúðarhús, og norðan megin er Gránufélagsgata 49.
Þann 5. maí 1945, tveimur dögum áður en lokum Seinni Heimstyrjaldar var lýst yfir í Evrópu, heimilaði Bygginganefnd Akureyrar Guðmundi Magnússyni að reisa verksmiðjuhús skv. meðfylgjandi uppdrætti. Húsið byggt úr steinsteypu og steinlofti og rishæð. Lóðin var tilgreind 25x40m, 25m meðfram Gránufélagsgötu og 40m meðfram Laufásgötu. Þessi lóðarmörk voru þó með þeim fyrirvara, að yrði ekki [...] byggt meðfram Laufásgötu fyrir lok árs ´46 fellur norðurhelmingur lóðar aftur til bæjarins endurgjaldslaust. (Bygg. nefnd Ak. 1945: nr. 1014). Umræddur uppdráttur virðist ekki aðgengilegur á Landupplýsingakerfi, en þar má sjá járnateikningar, áritaðar af H. Halldórssyni og dagsettar í apríl 1945. Ekki er ólíklegt, að þar sé um að ræða Halldór Halldórsson. Árið 1961 var byggt við húsið til norðurs og árið 1988 var byggt á milli hússins og Laufásgötu 3.
Gránufélagsgata 49 er tvílyft steinsteypuhús með lágu risi, þ.e. suðurálma en norðurálma er einlyft með skúrþaki. Bárujárn er á veggjum á þaki og einfaldir póstar í gluggum.
Guðmundur Magnússon reisti húsið sem trésmíðaverkstæði en það hefur hýst hina ýmsu starfsemi gegnum tíðina. En um áratugaskeið voru rekin trésmíðaverkstæði undir hinum ýmsu nöfnum. Fyrstu árin var í húsinu trésmíðaverkstæði og byggingarvöruverslun, Grótta og árið 1955 er þarna til húsa trésmíðavinnustofan Þór hf. Verkstæðið Þór var starfrækt þarna í um tvo áratugi, en fluttist út á Óseyri, nyrst á Oddeyri, við ósa Glerár, í ársbyrjun. Þá fluttist hingað trésmíðaverkstæðið Þinur. Þá var rafvélaverkstæðið- og verslunin Ljósgjafinn hér til húsa í um tvo áratugi, frá því um 1975 en á tíunda áratugnum var einnig starfrækt hér prentsmiðja, Hlíðarprent. Svo stiklað sé á stóru, um þau mörgu fyrirtæki og starfsemi sem þetta ágæta hús hefur hýst. Frá tíð Ljósgjafans hafa ýmis rafmagnsverkstæði verið í húsinu, nú er þar fyrirtækið Rafröst.
Húsið var tekið til gagngerra endurbóta fyrir um áratug, klætt bárujárni og er fyrir vikið sem nýtt að sjá og til mikillar prýði í umhverfinu. Síðuhafi veit ekki til þess, að húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar hluti nokkuð heilsteyptrar torfu iðnaðar- og verkstæðishúsnæðis, frá því um og fyrir miðja síðustu öld. Byggingarnar á þessu svæði eru kannski ekki þær háreistustu, fegurstu eða skrautlegustu, en hafa engu að síður þó nokkurt gildi; þarna liggur óslitin iðnaðar- og atvinnusaga margra áratuga ( og raunar hálfrar annarrar aldar, ef miðað er við upphaf Gránufélagsins). Tvö iðnaðarrými eru í húsinu, annað í syðri hluta og hitt í nyrðri hluta; viðbyggingu frá 1961. Þá hefur löngum verið íbúð á efri hæð, og er enn. Myndin er tekin þann 29. desember 2018.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1014, 5. maí 1945. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 385
- Frá upphafi: 436918
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 275
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór. Hvenær er mynd þín tekin? Á Google Street View, sem er að vísu frá 2017, er ekki þessi bátur og ekki heldur hóllinn sem sést handan hans á myndinni.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 25.10.2020 kl. 12:36
Sæl og blessuð. Myndin er tekin í árslok 2018. "Hóllinn" umræddi er heljarinar tjald, sem þarna var haft yfir framkvæmdir við einhverjar lagnir.
ABH.
Arnór Bliki Hallmundsson, 28.10.2020 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.