Hús dagsins: Hafnarstræti 23b

Hafnarstræti 23b reisti Axel Schiöth bakari árið 1926. P5140026Hann fékk haustið 1925 leyfi til að reisa tvílyft  geymsluhús á baklóð sinni (Hafnarstræti 23), að ummáli 15,5x7m með hallandi þaki til vesturs. Húsið skyldi byggjast úr steinsteypu. Ekki liggja fyrir heimildir um hönnuð hússins.

Hafnarstræti 23b er tvílyft steinsteypuhús með einhalla aflíðandi þaki (skúrþaki). Stendur húsið fast upp í brekkurótum og neðri hæð niðurgrafin að vestanverðu. Veggir eru múrsléttaðir og einfaldir þverpóstar í gluggum. Í upphafi voru nokkurs konar ferkantað kögur  á þakkanti framhliðar, líkt og á kastala, en síðar var þaki breytt, og fékk það lag sem það nú hefur.

Upprunalega var geymsla á neðri hæð en íbúð á þeirri efri en árið 1968 var neðri hæð breytt í íbúð. Um tíma var Axel með brugghús í húsinu, en bruggun öls og baksturs var oftar en ekki hliðarbúgrein bakara, og raunar nauðsynleg, vegna framleiðslu á geri.

Hafnarstræti 23b er einfalt og látlaust hús og í góðri hirðu. Líkt og gengur og gerist með bakhús almennt lætur það lítið yfir sér og ekki ráðandi í götumynd en engu að síður áhugavert og skemmtilegt hús og til mikillar prýði. Í Húsakönnun 2012 fær húsið eftirfarandi umsögn: „Samstæð hús og heild sem lagt er til að vernda með hverfisvernd í deiliskipulagi (gult)“ (Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, 2012: án bls.) Tvær íbúðir eru í húsinu. Myndin er tekin þann 14. maí 2015.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 575, 17. okt 1926. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012. Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Minjasafnið á Akureyri. Pdf-skjal á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Fjaran-og-Innbaerinn-2012.pdf

 

Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband