29.1.2021 | 16:13
Hús dagsins: Klettaborg 3
Klettaborg 3 reisti Konráð Vilhjálmsson árið 1946. Landið átti hann á erfðafestu en lóðina fékk hann haustið 1941, fékk fyrst næstu lóð neðan við, nr. 2, en fékk þessa eftir makaskipti við Einar Guðmundsson. Í september 1945 fékk Konráð byggingarleyfi fyrir steinsteyptu húsi, með útveggjum hæðar úr r-steini, að stærð 9,5x9m á erfðafestulandi sínu við þjóðveginn gegnt Gefjuni. Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Magnússon. Upprunalegar teikningar hússins eru ekki fyrirliggjandi á korta-og landupplýsingavef Akureyrarbæjar, en þar má finna járnateikningar Halldórs Halldórssonar frá mars 1946, sem sýnir nokkurn veginn herbergjaskipan hússins.
Klettaborg 3 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki, af algengri gerð íbúðarhúsa frá fimmta áratugnum. Á norðausturhlið hússins er útskot og þar eru steyptar tröppur að austanverðu og svölum að sunnanverðu. Krosspóstar eru í gluggum, sem flestir eru ferningslaga, bæði gluggar og póstar. Bárujárn er á þaki en veggir eru múrsléttaðir.
Konráð Vilhjálmsson, sem byggði Klettaborg 3 og átti landið umhverfið Klettaborg á erfðafestu var kennari, fræðimaður og rithöfundur. Hann var jafnan kenndur við bæinn Hafralæk í Aðaldal, þar sem hann var bóndi um árabil, en fæddur var hann á Sílalæk í sömu sveit árið 1885. Hann kenndi m.a. við Gagnfræðaskólann og var þekktur fyrir hin ýmsu fræðistörf, m.a. mikla skrá yfir Þingeyinga á 19. öld, en einnig sendi hann frá sér ljóð og kveðskap. Líklega hefur Konráð ekki búið í Klettaborg 3 í langan tíma, ef nokkuð, en mögulega leigt húsið út til annarra, eða selt nýbyggt. Um það verður ekki fullyrt hér. Lengst af bjó Konráð og kona hans, Þórhalla Jónsdóttir frá Brekknakoti í Reykjahverfi, í húsinu Norðurpól, sem stóð neðarlega á Oddeyrartanga, við Gránufélagsgötu. Á meðal fyrstu íbúa hússins voru þau Þuríður María Jónsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson, en elsta heimild, sem timarit.is finnur um húsið er tilkynning um brúðkaup þeirra í mars 1949. Alls finnur sá ágæti gagnagrunnur 53 heimildir um Klettaborg 3 í prentmiðlum. Margir hafa átt og búið í Klettaborg í þá þrjá aldarfjórðunga, sem húsið hefur staðið og öllum auðnast að halda því við í hvívetna. Árið 1999 var húsinu breytt örlítið, eftir teikningum Tómasar Búa Böðvarsonar, en að ytra byrði mun húsið að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð.
Klettaborg 3 er reisulegt og snyrtilegt hús í mjög góðri hirðu; virðist nýlega hafa hlotið ýmsar endurbætur s.s. glugga. Þá er lóðin gróskumikil, vel hirt og öll hin snyrtilegasta. Umhverfi þessara austustu og elstu húsa við Klettaborg er einmitt sérstaklega skemmtilegt, þau standa raunar í jaðri lítils skógarlundar í brekkunni neðan Hamarkots- og Skipaklappar en þar hefur töluvert vaxið upp á síðustu árum og áratugum. Á lóð Klettaborgar er einnig margt gróskumikilla trjáa. Ekki er höfundi kunnugt um, hvort Klettaborg 3 hafi varðveislugildi. Ætti síðuhafi hins vegar að úrskurða um, hvort þessi litla þyrping steinhúsa frá miðri 20. öld við Klettaborg, ætti að hafa eitthvert varðveislugildi, yrði svarið að sjálfsögðu já (kemur lesendur e.t.v. ekki á óvart). Þá er grænt og geðþekkt umhverfi Klettaborgarinnar einstaklega aðlaðandi. Í húsinu eru tvær íbúðir, ein á hvorri hæð. Myndin er tekin þann 20. september 2020.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 883, 5. sept. 1941. Fundur nr. 843, 3. okt. 1941. Fundur nr. 1031, 14. sept. 1945. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Klettaborg 3 keypti Þórir Björnsson vélstjóri á Gefjun og Hulda Stefánsdóttir húsið fokhelt 1947 af Konráði og bjuggu þar til 1977.
María og Guðmundur leigðu hjá þeim í nokkur ár þá var búið að innrétta eldhús á neðri hæðinni
Kv. Stefán Þórisson
Stefán Þórisson (IP-tala skráð) 3.2.2021 kl. 17:44
Sæll Stefán
Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar, gaman að vita.
Kveðja, ABH.
Arnór Bliki Hallmundsson, 4.2.2021 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.