13.2.2021 | 16:58
Hús dagsins: Kotá (Kotárgerði 26)
Þar sem er þéttbýli hefur, nokkurn veginn undantekningarlaust, áður verið dreifbýli. Akureyrarkaupstaður er t.d. byggður upp á nokkrum jörðum. Drjúgur hluti Brekkunnar er t.a.m. byggður á landi Stóra- Eyrarlands og Nausta. Það var á áratugunum um og fyrir aldamótin 1900, að Akureyrarbær tryggði sér eignarhald á þessum jörðum og lögsagnarumdæmi. Innan þess voru mörg býli á 20. öld gátu lendurnar, sem nú eru komnar undir Brekkuna og Naustahverfi, framfleytt ýmsum búpeningi. Flest umrædd býli innan bæjarlandsins, sunnan Glerár, voru byggð úr landi Stóra- Eyrarlands og Nausta, en utarlega á Brekkunni má finna eina smærri jörð sem alla tíð var sjálfstæð þ.e. var ekki hjáleiga eða byggð úr öðrum jörðum. Það er Kotá.
Íbúðarhúsið á Kotá stendur nr. 26 við samnefnda götu, Kotárgerði, og það reistu þau Sigfús Jónsson og Brynhildur Þorláksdóttir árið 1949. Húsið er einlyft steinsteypuhús á lágum kjallara og með lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki og einfaldir lóðréttir póstar í gluggum. Bílskúr, steinsteyptur með flötu þaki er áfastur við húsið norðanmegin. Ekki liggur fyrir hver teiknaði húsið.
Hversu langt má rekja sögu Kotár er óljóst en víst, að um forna jörð er að ræða. Í Manntali 1703 búa þar Jón Þórarinsson og Guðrún Halldórsdóttir. Uppi hafa verið (umdeildar) kenningar um, að Kotá sé mögulega Syðri- Glerá, sem Helgi magri gaf vini sínum Ásmundi Öndóttssyni, eða a.m.k. reist á tóftum þess býlis. (Guðmundur, Jóhannes og Kristján 1990: 663). En réttum 1000 árum eftir að Helgi magri nam Eyjafjörð, árið 1890 bjuggu á Kotá þau Stefán Jónasson og Guðrún Jónasdóttir ásamt fjórum börnum þeim Stefaníu, Jónasi, Aðalbirni og Svanfríði. Eigandi jarðarinnar þá var Daníel Halldórsson prófastur. Það var árið 1893 að Akureyrarbær keypti Kotá, ásamt Stóra- Eyrarlandi. Síðarnefndu jörðina hugði bærinn beinlínis undir byggingarland en Kotá ætlaði bærinn að leigja til ábúðar í heilu lagi. (Það hefur e.t.v. þótt fjarstæðukennt á þeim tíma, að bærinn byggðist hingað upp eftir- enda varð sú ekki raunin fyrr en komið vel fram yfir miðja 20. öld). Fjórum áður síðar seldi bærinn húsakostinn og túnin á erfðafestu Þorláki Einarssyni frá Skjaldarvík. Stundaði hann hér búskap um áratugaskeið, en þegar líða tók á 20. öldina saxaðist smám saman á túnin enda voru mörg smærri býli hér í nágrenninu. Laugardaginn 20. september 1947 varð sá voveiflegi atburður að eldur kom upp í íbúðarhúsinu á Kotá og þar fórst Þorlákur Einarsson er hann reyndi að bjarga búslóðinni. Hann var þá orðinn 81 árs.
Tveimur árum eftir hinn hræðilega harmleik á Kotá byggði dóttir Þorláks, Brynhildur og maður hennar Sigfús Jónsson frá Sauðhauga í Vallahreppi í Múlasýslu nýtt íbúðarhús, sem enn stendur. Ekki stóð búskapur þeirra lengi, því Sigfús lést fyrir aldur fram vorið 1950 og seldi Brynhildur býlið, Birni Eiríkssyni og syni hans Kristni Björnssyni. Þeir feðgar voru stórhuga í búskap, byggðu nýtt fjós og svínahús og segir í Byggðum Eyjafjarðar 1990 að bústofn þeirra hafi talið 25 nautgripi, 5 gyltur með grísum, 40 ær, auk varphænsna. Hins vegar settu landfræðilegar aðstæður búskap þeirra feðga nokkrar skorður; sem áður segir var Kotárlandið að stórum hluta komið undir smábýli (m.a. Skarð) og erfðafestulönd. Auk þess var þéttbýlið nokkuð farið að þrengja að. Um 1950 markaði Byggðavegur nokkurn veginn efri mörk þéttbýlis Akureyrar, en þangað eru aðeins um 300 metrar að Kotá. Mýrahverfið tók að byggjast á 6. Áratugnum og Gerðahverfið á þeim sjöunda. Kotárgerði tók að byggjast um 1965, en 1966 telst búskap ljúka á Kotá. Hafa síðan margir átt húsið og búið þar.
Húsinu hefur væntanlega alla tíð verið vel við haldið og lítur vel út. Lóð og nánasta umhverfi hafa greinilega hlotið endurbætur á síðustu árum, steyptur veggur og vegleg verönd og pallur úr timbri í forgrunni við götu. Á framhlið hússins er skilti með nafni þess, Kotá. Höfundur hefur nokkrum sinnum lýst þeirri skoðun, að fyrrum sveitabæjarhús í þéttbýli eigi að njóta einhvers varðveislugildis eða friðunar. Það á að sjálfsögðu við um í tilfelli Kotár. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 12. júní 2020.
Heimildir: Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. II bindi. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.