2.3.2021 | 16:48
Hús dagsins: Melar, ofan Akureyrarflugvallar
Hátt upp í brekkunum ofan Akureyrarflugvallar, skammt norðan við Kjarnaskóg stendur húsið Melar. Býlið var stofnað árið 1918 af Þorsteini Kristjánssyni, en hann hafði fengið erfðafestuland úr landi Kjarna, um einn hektara að stærð. Núverandi hús er hins vegar ekki svo gamalt, en það reistu Árni Böðvarsson og Hólmfríður Stefánsdóttir árið 1938. Við athugun síðuhafa var ekki að sjá, að þeirra eða húsi þeirra væri getið í bókunum Bygginganefndar um það leyti, enda hefur þessi staður mögulega talist utan lögsögu hennar vegna fjarlægðar frá þéttbýlinu. En í Manntali 1940 kemur fram, að húsið sé tveggja ára og kemur þar einnig fram, að þar er hvorki salerni né vatnslögn.
Melar er einlyft r-steinshús á háum steyptum kjallara með einhalla, aflíðandi þaki. Veggir eru með múr og bárujárn á þaki og einfaldir póstar í gluggum.
Sem áður segir, hófst búskapur á Melum árið 1918. Ekki var um stórbýli að ræða og fyrsti ábúandinn ekki titlaður bóndi. Þar sem býlið var byggt úr landi Kjarna tilheyrði það í raun Hrafnagilshreppi. Það var nefnilega ekki fyrr en tveimur árum síðar, eða 1920, sem jarðirnar Hamrar og Kjarni voru formlega lagðar undir lögsagnarumdæmi Akureyrar, enda þótt bærinn síðarnefndu jörðina tíu árum fyrr. Árið 1925 keypti maður að nafni Benedikt Björnsson Mela en ábúendur þá voru bræður hans, Böðvar og Kristján. Böðvar lést árið 1933 og þremur árum síðar eru Melar sagðir fara í eyði. Nokkru síðar, mögulega 1938, keyptu synir Böðvars, þ.á.m. fyrrnefndur Árni, býlið af föðurbróður sínum og hófu þar mikla uppbyggingu. Auk hins nýja íbúðarhúss, sem enn stendur reistu þeir fjós og keyptu stærra erfðafestuland og varð jörðin alls 8 hektarar. Þegar mest var, samanstóð áhöfn Mela í tíð Árna og Hólmfríðar af fjórum kúm, 14 kindur og þremur hrossum. Árni og Hólmfríður bjuggu á Melum til ársins 1946 og átta árum síðar keypti Tilraunaráð ríkisins Mela. Eigandi þá var Erlingur Davíðsson, ritstjóri og rithöfundur. Tilraunaráðið hafði umsvif á torfunni sunnan og ofan Gróðrarstöðvarinnar til ársins 1974 er starfsemin var flutt að Möðruvöllum í Hörgárdal og húseignir hennar hér þ.m.t. Melar voru seldar. Hafa síðan ýmsir átt húsið og búið þar. Árið 1980 var byggt við húsið til norðurs, eftir teikningum Svans Eiríkssonar.
Íbúðarhúsið á Melum er reisulegt en látlaust hús í mjög góðri hirðu á einstaklega skemmtilegu bæjarstæði, hátt á brekkubrún. Hefur staðsetning þess verið enn meira áberandi, áður en bæjarbrekkurnar skrýddust trjágróðri en umhverfi hússins er einstaklega skemmtilegt; skógarreitur á aðra hönd og beitilönd hrossa á hina. Þá setur annað mannvirki norðan við húsið einnig skemmtilegan svip á umhverfið, en þar um að ræða skipstjórnarhús brú af skipi. Húsið á Melum er vitaskuld ekki þátttakandi í neinni götumynd- enn sem komið er- en hver veit nema þéttbýlið nái til Mela þegar fram líða stundir. Í því samhengi má nefna, að árið 2021 er bein loftlína frá Melum að Wilhelmínugötu, útvörð þéttbýlis í suðri á Akureyri, um 360 metrar. Tuttugu árum fyrr voru þessi sömu mörk um 1700 metrum norðan Mela, við Miðteig.
Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin þann 6. febrúar 2021 á mótum Naustabrautar og téðrar Wilhelmínugötu, syðst í Naustahverfi (Hagahverfi).
Heimildir: Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. II bindi. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Manntal á Akureyri 1940.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór. Ég hef verið að lesa ævisögu Káins e. Jón Hjaltason. Þar kemur fram að K. fæddist og ólst upp þar sem nú er Aðalstræti 76. Mynd fylgir af húsinu þegar búið var að flytja það á Oddeyri. Stóð það lengi þar? Er það nokkuð til enn? Átt þú kannski nýlegri mynd af því?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.3.2021 kl. 19:09
Sæl og blessuð.
Húsið þar sem Káinn fæddist stóð við Strandgötu 25, en var rifið árið 1914 þegar núverandi hús (löngum kallað Alaska) var reist. Sjálfsagt ekki margar myndir til af því, einna helst að það sjáist á götumyndum af Strandgötu.
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 8.3.2021 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.