8.3.2021 | 19:41
Hús dagsins: Brunná
Lítið eitt ofan Eyjafjarðarbrautar, við afleggjarann upp í Kjarnaskóg stendur Brunná. Húsið, sem er líkast til syðsta íbúðarhús Akureyrar, reistu þau Árni Böðvarsson og Hólmfríður Stefánsdóttir sumarið 1946, en byggingaleyfi fengu þau veturinn eftir, eða í mars 1947. Sunnan við húsið rennur Brunná (sjá mynd hér að neðan) en hún á upptök sín á Súlumýrum og fellur niður Löngukletta gegnum Hamrasvæðið og Kjarnaskóg og í Eyjafjarðará við flugbrautina.
Brunná er einlyft steinhús með lágu valmaþaki, með útskot á miðri framhlið. Veggir eru með sléttum múr og bárujárn á þaki en krosspóstar í gluggum. Aðrar byggingar á Brunná eru m.a. útihús og lítill geymsluskúr úr timbri og bárujárni um 50 metrum norðan íbúðarhússins. Frá Brunná eru rúmir 4km að Miðbæ Akureyrar, en um 500m að mörkum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar.
Upprunalega var byggt á Brunná, sem byggð er úr landi Kjarna, árið 1889 en þá lá jörðin undir Hrafnagilshrepp. Þar var að verki Baldvin Jónatansson, eigandi og ábúandi Kjarna, sem þarna hugðist starfrækja eins konar vegasjoppu, þ.e. selja ferðalöngum greiða, kaffi og vindla. Enda staðurinn í alfaraleið Upprunalega bæjarstæðið var nokkuð neðar og vestar en núverandi hús, á Brunnáreyri, mögulega á svipuðum slóðum og nú eru öryggismörk Akureyrarflugvallar. Brunná er ekki landmikil jörð en náði þó að framfleyta einhverjum tugum kinda, fáeinum kúm og hrossum á fyrri hluta 20. aldar. Árið 1930 fór Brunná í eyði og var það í hálfan annan áratug.
Árið 1946 eignuðust þau Árni Böðvarsson og Hólmfríður Stefánsdóttir Brunnárlandið. Höfðu þau búið á Melum, sem stendur spölkorn norðan og ofan Brunnár. Munu þau hafa búið í tjöldum á enginu við gamla bæjarstæðið meðan húsið var í byggingu (sbr. Guðmundur, Jóhannes og Kristján 1990: 716). Í Byggðum Eyjafjarðar kemur fram, að Brunnárhúsið sé byggt 1946. Það er hins vegar ekki fyrr en 7. mars 1947, sem Bygginganefnd Akureyrar heimilar Árna Böðvarssyni að reisa íbúðarhús á erfðafestulandi sínu, skv. meðfylgjandi uppdrætti. Réttum tveimur vikum fær Árni lóð undir hús sitt, sem hann hefur þegar reist á erfðafestulandi sínu. Þannig er ljóst, að húsið var risið. Óskaði Árni eftir lóð ca. 80 100m á lengd meðfram þjóðvegi og lóðarréttindi undir veg að húsinu. Fékk hann lóðina en nefndin féllst ekki á, að hann fengi sérstaka lóð undir veg en tók fram, að húsi þeirra verði séð fyrir vegi, er landið verður skipulagt til bygginga. Mögulega hafa verið einhverjar hugmyndir um uppbyggingu þéttbýlis á þessum slóðum síðar meir- þetta var fyrir tíma Kjarnaskógar.
Árni og Hólmfríður bjuggu á Brunná til ársins 1957 og keyptu þá Gústaf Jónsson og Hlín Jónsdóttir býlið. Árni stundaði kartöflurækt og hafði tvö hross og tólf kindur, en bústofn Brunnárbænda mun ekki hafa orðið mikið stærri en hjá honum, þó ábúendur hafi löngum haft hross, hænsni og fáeinar aðrar skepnur. Árið 1963 var byggt við húsið til norðurs eftir teikningum Hauks Árnasonar og fékk húsið þá það lag sem það síðan hefur. Að öðru leyti mun húsið lítið breytt frá upphafi. Húsið, sem er einfalt og látlaust er til mikillar prýði og má segja, að hið geðþekka steinhús heilsi öllum gestum Kjarnaskógar, sem þangað leggja leið sína frá Eyjafjarðarbraut. Á lóðinni er mikill trjágróður, m.a. belti af stæðilegum grenitrjám framan við húsið en trjágróðurinn sunnan og ofan hússins renna nokkurn veginn saman við Kjarnaskóg. Norðan og ofan hússins er beitarhólf hrossa. Myndirnar eru teknar þann 26. febrúar 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1073, 7. mars 1947, nr. 1075, 21. mars 1947. Óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. II bindi. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.